fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Pressan

Konan sem telur sig vera Madeleine McCann steig fram hjá Dr. Phil – „Ég trúi því að hún sé ekki móðir mín“

Pressan
Þriðjudaginn 28. mars 2023 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin pólska Julia Faustyna, sem einnig gengur undir nöfnunum Julia Wendell eða Julia Wandelt var gestur í spjallþættinum vinsæla Dr.Phil í gær.

Þar greindi hún frá því að það hafi verið fyrst á seinasta ári sem henni fór að gruna að hún væri í raun hin breska Madeleine McCann sem hvarf árið 2007 þegar hún var í fríi með fjölskyldu sinni á Portúgal.

Julia segist enn sannfærð um að hún sé í raun Madeleine og nú hefur hún sent erfðaefni sitt til greiningar svo hægt sé að staðfesta eða hrekja þá trú hennar. Hún segir að hún hafi farið að spyrja konuna sem hún taldi ávallt vera móður sína um uppruna sinn og fæðingu, en móðir hennar reyndi ávallt að skipta um umræðuefni og neitað að framvísa myndum eða fæðingarvottorði til að sanna að Julia væri í raun dóttir hennar.

Dr. Phil spurði Juliu hvers vegna hún hefði ekki sent erfðaefni sitt til bresku lögreglunnar sem hefðu getað borið það saman við erfðaefni úr Madeleine. Julia svaraði því til að hún hefði reynt að setja sig í samband við bresku lögregluna en það hafi ekki borið árangur.

Nú sé hún að bíða eftir niðurstöðum úr erfðafræðirannsókn.

Dr. Phil spurði þá hvað Julia ætlar að gera ef niðurstaðan verður á þá leið að pólsku foreldrar hennar séu í raun hennar líffræðilegu foreldrar.

„Ef hún er móðir mín vil ég ekki eiga neitt samband við hana, það er bara þannig. En ég trúi því að hún sé ekki móðir mín.“

Julia benti á að ferill hennar úr pólska heilbrigðiskerfinu sé dularfullur. Þar komi ekkert fram um fyrstu ár lífs hennar. Hún hafi heldur engar minningar um bernsku sína, ekki nema eina.

„Strönd og vatn, eins og sjór og það voru skjaldbökur og börn. Og ég man eftir ljósum byggingum, sem voru hvítar eða mjög ljósar að lit, sólarljós á þessum byggingum.“

Engar upplýsingar að fá á sjúkrahúsum í Póllandi

Julia fór einnig yfir það að hún hafi verið kynferðislega misnotuð af manni sem heitir Peter Ney.

„Ég trúi því að Peter gæti verið skyldur Martin Ney. Martin Ney var einn sem var grunaður í máli Madeleine McCann og Martin Ney hefur stundað mansal á börnum alþjóðlega, hann er raðmorðingi.“

Talskona Julia og miðillinn Fia Johansson var einnig í þættinum og fór þar yfir rannsókn sína á líkindum Juliu og Madeleine. Hún segir að hún hafi heimsótt sjúkrahús í nágrenni Juliu í Póllandi og hvergi hafi hún geta fundið neinar upplýsingar um Juliu.

„Móðir Juliu neitaði að gangast undir erfðafræðirannsókn og hún neitar að svara skilaboðum eða öðrum tilraunum til samskipta,“ sagði Fia.

Julia rakti hvernig hún sé með sama fæðingargalla í auga og Madeleine og eins lokist augu þeirra beggja þegar þær hlæja.

Tæknifyrirtæki og foreldrar Juliu eru ósammála

Foreldrar Juliu í Póllandi sendu frá sér yfirlýsingu í febrúar þar sem þau sögðust miður sín yfir málinu. Julia væri vissulega dóttir þeirra en hún væri að glíma við andleg veikindi og væri að reyna að næla sér í frægð og frama.

Þessu til stuðnings mætti nefna nýlega greiningu sem tæknifyrirtæki gerði á myndum af Juliu og Madeleine en samkvæmt fyrirtækinu, Deep Impact, eru 99 prósent líkur á því að Julia sé ekki Madeleine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar
Pressan
Fyrir 1 viku

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt
Pressan
Fyrir 1 viku

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum