fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

True Crime hlaðvarp varð honum til bjargar – Losnaði úr fangelsi eftir 22 ár

Pressan
Föstudaginn 10. mars 2023 21:00

Jeff Titus

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóvemberdag einn 1990 var Jeff Titus, sem nú er 71 árs, á veiðum með félaga sínum. Þennan sama dag voru tveir aðrir veiðimenn á veiðum í 40 km fjarlægð. Þetta voru þeir Doug Estes og Jim Bennett. Þeir voru myrtir, skotnir í bakið.

Titus var ekki bendlaður við málið í upphafi en 11 árum síðar, 2001, var hann skyndilega handtekinn og ákærður fyrir morðin. Það gerðist eftir að sú deild lögreglunnar, sem rannsakar gömul óupplýst morðmál, tók við rannsókn málsins.

Ári síðar var hann dæmdur í ævilangt fangelsi að sögn People.

Nýlega fóru blaðamenn hjá True Crime hlaðvarpinu, „Undisclosed Podcast“ og sjónvarpsþáttaröðinni „Killer in Question“ að skoða málið. Þeir komust að því að vitni í málinu hafði skýrt frá því að skömmu eftir að mennirnir voru skotnir hafi það séð mann aka bíl sínum ofan í skurð.

Þessi maður var Thomas Dillon. Hann var raðmorðingi sem var handtekinn 1992 fyrir að hafa myrt nokkra veiðimenn.

En þegar málið var tekið til rannsóknar 2001 voru tengsl Dillon við það ekki skoðuð nánar.

Allt þetta og fleiri mistök í réttarvörslukerfinu urðu til þess að Titus var dæmdur í fangelsi. En í síðustu viku var hann sýknaður eftir að hafa setið saklaus í fangelsi í 22 ár.

„Ég hef beðið eftir þessum degi í 22 ár og þetta hefði í fyrsta lagi aldrei átt að gerast. Ég er hamingjusamur og spenntur yfir að losna út og geta gert hluti aftur. Ég hlakka til að sjá barnabörnin mín, þau hef ég ekki séð,“ sagði Titus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar