fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
Pressan

Bretland stefnir í að verða fátækrahverfi Evrópu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 18:00

Frá Lundúnum. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil verðbólga, lítill hagvöxtur og endalaus verkföll gera að verkum að sífellt fleiri Bretar eiga erfitt með að ná endum saman. Eins og staðan er núna þá er eymd eiginlega það eina sem Bretar geta með góðri samvisku sagt að þeir hafi nóg af.

Efnahagskreppa herjar á landið og margra vikna verkföll gera stöðuna ekki betri. Heilbrigðiskerfið er að niðurlotum komið og ekki bætir úr skák að Rishi Sunak, forsætisráðherra, glímir við fjölda vandamála innan Íhaldsflokksins þar sem hvert hneykslismálið á fætur öðru ríður yfir.

Reiknað er með að verkföll haldi áfram nú í febrúar því kröfum stéttarfélaganna um umtalsverðar launahækkanir hefur ekki verið mætt af ríkinu.  Þrátt fyrir að verkföllin valdi öngþveiti í landinu þá styður meirihluta landsmanna þau samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana.

Mikill þrýstingur er á ríkisstjórnina en Sunak hefur tekið harða afstöðu varðandi kjaramálin og haldið sig við hana. Hann veit auðvitað að ef stéttir á borð við hjúkrunarfræðinga og lestarstjóra fá miklar launahækkanir þá er hætta á að breskt efnahagslíf sigli í strand.

Verðbólgan mældist 11,1% í október og sló þar með 41 árs gamalt met. Þessi mikla verðbólga gerir að verkum að margar fjölskyldur eiga í erfiðleikum með að láta enda ná saman. Kirkjur víða um land eru orðnar að matarbönkum þar sem fólk getur fengið matargjafir til að þurfa ekki að velja á milli að kynda hús sín eða borða.

BBC hefur birt fjölda mataruppskrifta á netinu með máltíðum sem kosta undir einu pundi. Mörg sveitarfélög hafa opnað hitastofur þar sem fólk getur komið til að ylja sér.

Hjálparsamtök segja að mörg börn í landi, sem er meðal ríkustu landa heims, fari svöng í háttinn og að aðalmáltíð þeirra sé það sem þau fá í hádeginu í skólamötuneytinu.

Í könnun sem YouGov gerði fyrir hugveituna Resolution Foundation sögðust 11% aðspurðra fara svangir í háttinn því þeir eigi ekki fyrir mat. Áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á var hlutfallið 5%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tannlæknir grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína – Færði henni blásýrusjeik til að geta byrjað nýtt líf með kollega

Tannlæknir grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína – Færði henni blásýrusjeik til að geta byrjað nýtt líf með kollega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti að nota fimmtu flugvélina í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 2001?

Átti að nota fimmtu flugvélina í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 2001?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt atvik þegar veðurfréttakonan leið út af í beinni

Óhugnanlegt atvik þegar veðurfréttakonan leið út af í beinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?