fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Pressan

Fann óboðinn gest í jólatrénu sínu – „Ég veit ekki hvað ég á að gera“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. desember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun desember eru margir búnir að setja jólatréð upp og skreyta, kona ein, Brett að nafni, birti myndband af því á TikTok þegar hún fann fleira en skraut á sínu jólatré. 

Í gervijólatrénu, sem skreytt er með svörtum jólakúlum, slaufum og tinsel leyndist nefnilega pokadýr og segist konan ekki hafa hugmynd um hvernig dýrið komst inn á heimili hennar og í jólatréð. Í myndbandinu má sjá dýrið sitja á milli greinanna á miðju trénu.

@brettbratt359I don’t understand how this thing is in my house right now.♬ original sound – Brett

Í öðru myndbandi má sjá konuna reyna að blíðga dýrið úr trénu: „Hæ litli vinur. Hvernig komst þú inn í húsið mitt og inn í tréð mitt án þess að ég tæki eftir því? Þú ert mjög sætur en ég veit ekki hvað ég á að gera.“

@brettbratt359 Up close and personal with the christmas possum 🎄 #possum #christmas #opossum ♬ original sound – Brett

„Ég er bókstaflega að brjálast núna. Ég hef ekki hugmynd um hvernig dýrið komst inn í húsið og upp í tréð og ég er að reyna að ná því út en það vill ekki fara og ég veit bara ekki hvað ég á að gera. Ég veit ekki hvernig það komst hingað inn, ég skil ekki dyrnar opnar. Hjálp einhver!“ segir konan sem segist hafa orðið vör við dýrið þegar hún heyrði það hnerra á meðan hún sat í sófanum.

„Ég á þrjá hunda og kött svo ég hélt að þetta væri eitt þeirra, en dýrin voru þá ekki í stofunni. Svo heyrði ég hnerrað aftur, en aðeins hærra og einhver önnur hljóð og ég stóð upp og ég fór að skoða hvort kötturinn minn væri fastur fyrir aftan sófann eða sofandi í glugganum. En þegar ég var að horfa í kringum mig sá ég þennan mjög langa rottuhala og ég var bara í sjokki. Ég vissi ekki hvað þetta var,“ segir konan.

Segist hún síðan hafa séð pokadýrið og hringt í kærasta sinn til að fá ráð. Hann benti henni á hvar hún gæti fundið gúmmíhanska til að fjarlægja dýrið „bara ef hann biti mig eða yrði pirraður.“

„Ég náði í hanskana og greip um dýrið og byrja að reyna að draga það úr trénu. Dýrið hélt sér í tréð og sama hversu mikið ég reyndi að toga í það þá sleppti dýrið ekki. Eftir að hafa gefist upp nokkrum sinnum og reynt aftur og reynt að gefa honum að borða, endaði ég á því að rífa fingur dýrsins einn í einu af greininni. Þetta var barátta og dýrið datt að lokum úr trénu á gólfið ásamt öllu skrautinu. Þetta var ekki hátt fall samt.“

Dýrið tók sig þá til og hljóp undir einn sófann í stofunni. „Ég færði hann og reyndi að ná dýrinu og þá hljóp hann undir hinn sófann. Þetta ferli endurtók sig nokkrum sinnum, ég færði sófann og dýrið hljóp í burtu.“

Eftir eina lokatilraun sagðist konan hafa náð tökum á dýrinu og komið því út. „Ég hreyfði sófann og tæklaði dýrið og náði því. Dýrið lyktaði svo illa,“ sagði hún. Hún sagði dýrið ekki hafa verið árásargjarnt. Fylgjendur spurðu af hverju hún hefði ekki hringt í dýraeftirlitið og sagðist hún hafa gert það, en fengið þau svör að þeir kæmu ekki utan hefðbundins vinnutíma. 

„Ég er dýravinur með þrjá hunda, tvo snáka, dreka og kött, og ef pokadýrið hefði ekki lyktað svona hræðilega þá hefði ég sennilega haldið því líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann sagði að eiginkonan hefði farið að heiman með öðrum manni – Núna er ný staða komin upp í málinu

Hann sagði að eiginkonan hefði farið að heiman með öðrum manni – Núna er ný staða komin upp í málinu
Pressan
Í gær

Skyndilega hóstaði hún – „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“

Skyndilega hóstaði hún – „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rebecca hvarf fyrir fimm árum – Þessi ljósmynd hefur vakið grunsemdir lögreglunnar

Rebecca hvarf fyrir fimm árum – Þessi ljósmynd hefur vakið grunsemdir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svaf við hlið rotnandi líks bróður síns árum saman í „Hryllingshúsinu“

Svaf við hlið rotnandi líks bróður síns árum saman í „Hryllingshúsinu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn handtekinn vegna morðs á Grænlandi

Einn handtekinn vegna morðs á Grænlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu 10.000 hluta úr fólki á landareign hans – Lögreglan er enn að bera kennsl á fórnarlömbin

Fundu 10.000 hluta úr fólki á landareign hans – Lögreglan er enn að bera kennsl á fórnarlömbin