fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Pressan

Ríkasta 1% losar jafn mikið koltvíoxíð og fátækustu tveir þriðju hlutar jarðarbúa

Pressan
Laugardaginn 2. desember 2023 07:30

Einkaþotur auðkýfinga menga mikið sem og aðrar einkaþotur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinir ofurríku hafa verið sakaðir um að „ræna plánetuna“ á meðan hinir fátæku gjaldi fyrir það. Ný skýrsla frá Oxfam-samtökunum varpar ljósi á þann mikla mun sem er á losun koltvíoxíðs ríka fólksins og annarra jarðarbúa.

Sky News segir að í skýrslunni komi fram að ríkasta 1% jarðarbúa losi jafn mikið koltvíoxíð og fátækustu tveir þriðju hlutar mannkyns.

Koltvíoxíðlosun ríkasta 1% var 16% af heildarlosun heimsins árið 2019 en það er jafnmikið og losun fátækustu fimm milljarða jarðarbúa.

Chiara Liguori, aðalloftslagsráðgjafi Oxfam, sagði að hinir ofurríku séu að „ræna plánetuna“ og hinir fátæku gjaldi fyrir það.

Hún sagði að þessi mikli munur á hversu mikið koltvíoxíð þessir tveir hópar losa sýni hvernig loftslagsvandinn og fátæktarvandinn tengjast og að tryggja verði að síhækkandi kostnaður af völdum loftslagsbreytinganna falli á þá sem bera mesta ábyrgð á þeim og geti greitt þennan kostnað.

Skýrsla Oxfam byggir á rannsókn sænsku umhverfismálastofnunarinnar þar sem lagt var mat á ætlaða losun mismunandi tekjuhópa á koltvíoxíði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 4 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús