fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Lifði af aftöku í bandarísku fangelsi en nú verður reynt öðru sinni – Aðferðin sögð ómannúðleg

Pressan
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 20:30

Kenneth Smith er eini núlifandi maðurinn sem hefur lifað af aftöku í bandarísku fangelsi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmu ári síðan, 17. nóvember 2022, lagðist morðinginn  Kenneth Smith á sjúkrabekk í aftökuherbergi í fangelsi í Alabama-ríki og bjóst við því að hans hinsta stund væri upprunninn. Hann hafði kvatt eiginkonu sína í síðasta skipti í símtali og hafði sporðrennt síðustu máltíð sínni, steiktan fisk og rækjur. Fyrir lá að bráðum yrði banvænu eitri dælt inn í æðar hans. Allt kom þó fyrir ekki. Þeir sem stóðu að aftökunni klúðruðu henni rækilega og upplifði Smith vítiskvalir  þar sem hann lá ólaður niður á bekkinn og böðlarnir stungu hann endalaust með nálum í leit að heppilegri æð. Eftir 2 klukkustunda þolraun lokaðist glugginn sem dómari hafði veitt til að taka Smith af lífi.

Smith hefur greint frá því að hann hafi verið beðinn um að vera samvinnuþýður og kreppa hnefanna til að æðar hans yrðu sýnilegri en þá hafi hann misst þolinmæðina og hreytt í böðla sína að hann myndi ekki taka þátt í eigin aftöku með slíkum hætti. Hann lifði aftökuna því af.

Fjölmörg tilvik hafa átt sér stað þar sem að erfiðlega gengur að framfylgja aftökum með banvænu eitri og nú stendur til að freista þess að aflífa Smith að nýju. Hann mun verða fyrsti fanginn sem tekinn verður af lífi með nítrógengasi sem mun gera það að verkum að hann kafnar. Fyrirætlanirnar hafa sætt harðri gagnrýni en aðferðin er sögð ómannúðleg og algjör óvissa ríkir um hversu langt dauðastríð Smiths verður.

Smith hefur setið á dauðadeild frá árinu 1988 þegar hann játaði að hafa myrt hina 45 ára gömlu Elizabeth Sennett í bænum Sheffield í Alabama-ríki. Smith var annar af tveimur morðingjum sem þáðu greiðslu upp á 1.000 dollara fyrir að drepa Sennett en það var eiginmaður hennar, presturinn Charles Sennett, sem skipulagði ódæðið og fékk mennina til verksins. Hann hafði átt í ástarsambandi við aðra konu og ætlaði að freista þess að losna úr hjónabandinu og innheimta himinháa líftryggingu eiginkonunnar.

Smith og samverkamaður hans, John Parker, fengu þau fyrirmæli að sviðsetja morðið sem ránstilraun en Smith, sem þá var 22 ára gamall, gerði þau mistök að taka videótæki af vettvangi morðsins og fara með það heim til sín. Það var lykilatriði sem lögregla nýtti sér hann til að sakfella Smith og Parker fyrir ódæðið. Parker var einnig dæmdur til dauða og eftir 22 ára fangelsisvist var hann tekinn af lífi, með banvænu eitri, árið 2010. Charles Sennett þurfti hins vegar aldrei að horfast í augu við gjörðir sínar, þegar lögreglan var komið á sporið, þá svipti hann sig lífi.

Lögfræðingar Smith freista þess nú að fá yfirvöld til að hverfa frá því að taka hann af lífi. Hefur verið bent á að í Bandaríkjunum, og flestum þróuðum ríkjum,  sé ólöglegt að dæma mann tvisvar fyrir sama glæpinn. Það sama ætti að gilda um aftökur, ólöglegt ætti að vera að reyna að taka mann tvisvar af lífi fyrir sama glæpinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mexíkóar fluttu til Kaliforníu fyrir 5.200 árum

Mexíkóar fluttu til Kaliforníu fyrir 5.200 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tommy sagðist vera hatrið holdi klætt – „Ég veit ekki hvað ást er“

Tommy sagðist vera hatrið holdi klætt – „Ég veit ekki hvað ást er“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur