fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Ástarþríhyrningurinn endaði með ósköpum – 38 árum seinna tók lögregla við sér og handtók áttræða konu

Pressan
Föstudaginn 17. nóvember 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttræð kona var nýlega handtekin í Arizona í Bandaríkjunum, grunuð um að hafa banað konu fyrir næstum 40 árum síðan.

Árið 1985 var Yvonne Menke skotin til bana. Hún var á leiðinni til vinnu þegar hún var skotin þremur skotum sem hæfðu hana í höfuð og háls. Vitni greindi frá því að hafa séð manneskju í grárri kápu með dökkan hatt hlaupa af vettvangi.

Samkvæmt dóttur Menke hafði hún átt í haltu-mér-slepptu-mér sambandi við karlmann sem hét Jack Owen. Það hafði verið þeirra helsta vandamál hversu ótrúr hann var, en hann var stöðugt með augun opin fyrir nýjum elskhugum. Eitt af hliðarsporum hans átti eftir að hafa meiri afleiðingar en önnur. Hann hafði gert sér dælt við konu sem hét Mary Jo, sem hafi ekki tekið því vel þegar Owen neitaði að yfirgefa Menke.

Lögregla ræddi við Owen sem sagðist hafa frétt af andláti kærustu sinnar frá starfsmanni í banka. Hann greindi frá því að hann, Menke og þessi Mary Jo hafi verið föst í eins konar ástarþríhyrning, en Owen hafði átt í sambandi við báðar konurnar á sama tíma. Bæði samböndin voru stormasöm þar sem konurnar sögðu honum ítrekað upp, en sáu báðar fljótt að sér.

Þegar lögreglan ræddi við Mary Jo fór hún að gráta. Hún sagðist hafa hætt með Owen fyrir þremur árum. Hún hefði nýlega rekist á hann en bara því bæði hefðu þau áhuga á hestum. Hún hafi eins rætt við Menke í síma þar sem þær ræddu um framkomu Owen gagnvart þeim. Þetta spjall hafi verið gottt og þeirra samskiptum lokið í góðu þó að hvorug konan hafi vitað hvar þær stóðu gagnvart sameiginlegum elskhuga sínum.

Mary Jo reyndist eiga byssu af sömu gerð og hafði banað Menke. Hún átti eins sömu skó og höfðu skilið eftir sig far á vettvangi.

Degi áður en Menke var myrt hafði Mary Jo komist í uppnám eftir að Owen bauð henni ekki í afmælið sitt.

Lögregla ræddi við vitni sem þekkti til þessa þríhyrnings sem sagðist vel geta trúað því að Mary Jo hafi ákveðið að gera út af við samkeppnina um ástir Owen.

Þrátt fyrir allt þetta náði rannsókn lögreglu ekki lengra og málið endaði með að safna ryki ofan í skúffu.

Það var svo árið 2021 sem lögregla hóf rannsókn að nýju. Fyrir ári síðan var Mary Jo enn og aftur yfirheyrð sem og önnur vitni sem greindu frá því að hafa alla tíð staðið í þeirri trú að Mary væri sú seka. Owen hafi reynt að segja Mary upp fyrir fullt og allt því hann vildi frekar vera með Menke. Mary Jo hafi ekki vitað sitt rjúkandi ráð og loks afráðið að ef Menke væri úr sögunni þá stæði ekkert í vegi fyrir því að Owen yrði hennar, og bara hennar.

Loksins virtist lögregla taka við sér, en Mary Jo hefur nú verið handtekin og telur lögregla sig hafa nægar sannanir til að ákæra hana fyrir morðið, nætsum 40 árum eftir að það var framið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu