Eftir því sem lögreglan í Lee County segir þá hringdi maðurinn í hana þegar hann fann höfuðkúpu af manneskju í hrekkjavökudeild markaðarins.
Lögreglan kom að sjálfsögðu á vettvang og ræddi við eiganda nytjamarkaðarins sem sagðist hafa fundið höfuðkúpuna á lager verslunarinnar þegar hann keypti hana fyrir nokkrum árum
Lögreglan bíður nú eftir niðurstöðu rannsóknar réttarmeinafræðings á höfuðkúpunni en enginn grunur leikur á að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað nema hvað að í Flórída er ólöglegt að vera með bein og líkamshluta af fólki í vörslu sinni.