fbpx
Sunnudagur 03.desember 2023
Pressan

Dómur fallinn í augndropamorðmálinu

Pressan
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var Jessy Kurczewski, 39 ára, fundin sek um að hafa myrt Lynn Hernan, 62 ára, á heimili hennar í Pewaukee í Wisconsin árið 2018.

ABC News segir að kviðdómur hafi sakfellt Kurczewski fyrir öll ákæruatriðin, þar á meðal morð og þjófnað. Tók það kviðdóminn tvo daga að komast að niðurstöðu.

Kurczewski felldi tár þegar niðurstaða kviðdómsins var lesin upp.

Samkvæmt ákærunni þá hellti hún banvænum skammti af augndropum í vatnsflösku Hernan. Þetta varð henni að bana. Kurczewski var einnig ákærð fyrir að hafa stolið tæplega 300.000 dollurum af Hernan á tveggja ára tímabili.

Kurczewski neitaði sök.

Hernan fannst meðvitundarlaus á heimili sínu þann 3. október 2018. Hún var í stól í stofunni, við hlið borðs sem var fullt af lyfseðilsskyldum lyfjum og einnig voru mulin lyf á bringu hennar. Í fyrstu komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að ofneysla lyfja hefði orðið Kurczewski að bana.

Það var Kurczewski, sem var vinkona Hernan og sá um að aðstoða hana, sem tilkynnti lögreglunni að hún hefði komið að Hernan meðvitundarlausri. Hún sagðist telja Hernan hafa verið í sjálfsvígshugleiðingum vegna heilsufars síns.

Þremur mánuðum eftir andlát Hernan hóf lögreglan rannsókn á málinu á nýjan leik í kjölfar þess að niðurstaða efnagreiningar lá fyrir. Hún sýndi að banvænn skammtur af tetrahydrozoline, sem eru augndropar, hefði verið í blóði hennar.

Kurczewski var handtekin í júní 2021. Hún á ævilangan dóm yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég stundaði kynlíf fjórum sinnum á hverju kvöldi – Hverju kvöldi“ – „Ég fékk ekki frí í einn einasta dag í 23 ár“

„Ég stundaði kynlíf fjórum sinnum á hverju kvöldi – Hverju kvöldi“ – „Ég fékk ekki frí í einn einasta dag í 23 ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók eftir að fótur hans var orðinn blár – Ástæðan var hryllilegri en orð fá lýst

Tók eftir að fótur hans var orðinn blár – Ástæðan var hryllilegri en orð fá lýst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að smygla kókaíni í hundabúri

Reyndi að smygla kókaíni í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig sjá tímaferðalang á þessari ljósmynd frá fimmta áratugnum

Telja sig sjá tímaferðalang á þessari ljósmynd frá fimmta áratugnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir rukkar fjölskylduna fyrir jólamatinn

Móðir rukkar fjölskylduna fyrir jólamatinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var búinn að vera með slæman hausverk í fimm mánuði – Læknum krossbrá þegar kom í ljós hvað olli verkjunum

Var búinn að vera með slæman hausverk í fimm mánuði – Læknum krossbrá þegar kom í ljós hvað olli verkjunum