Umfangsmikil leit skilaði engum árangri, ekki fyrr en á dögunum að Rich, sem var 71 árs, fannst látinn. Það sem vakti hins vegar athygli leitarhópa var sú staðreynd að við hið hans var hinn tryggi vinur, Finney.
Hundar eru þrautseigar skepnur og var Finney lifandi og við þokkalega heilsu þegar hann fannst. Hann er nú kominn í hendur ættingja sinna eftir að dýralæknar höfðu skoðað hann gaumgæfilega og gefið honum grænt ljós á að fara heim. Finney er 14 ára og af tegundinni Jack Russell terrier.
Rich og Finney ætluðu að ganga saman á Tindinn Blackhead, skammt austur af Pagosa Springs, en tindurinn er um 3.800 metra hár. Ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað og bendir flest til þess að Rich hafi látist af náttúrulegum orsökum, að því er segir í fréttum bandarískra fjölmiðla.