fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Pressan

Hvalir geta verið lykillinn að stórum sigri í krabbameinsrannsóknum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 16:30

Hnúfubakur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búa hvalir yfir lyklinum að hvernig er hægt að koma í veg fyrir að krabbamein breiðist út í fólki? Þessu velta nokkrir vísindamenn fyrir sér í kjölfar birtingar nýrrar rannsóknar.

Rannsóknin var birt í vísindaritinu Scientific Reports að sögn The New York Times sem segir að vísindamenn velti fyrir sér af hverju það sé frekar sjaldgæft að hvalir fái krabbamein þrátt fyrir að vera mjög stórir.

„Þetta er eitt púsl í hinu stóra púsli,“ sagði Mariana Nery, líffræðingur við Campinas háskólann í Brasilíu og benti á að þeim mun stærri sem lífvera er, þeim mun fleiri frumur séu í henni. Það þýðir að það er meira um að frumur skipti sér en það felur í sér aukna hættu á krabbameini. Af þeim sökum er ekki óeðlilegt að ætla að þessi stærstu dýr jarðar séu í sérstaklega mikilli hættu á að fá krabbamein. En þannig er það ekki.

Ef það tekst að öðlast skilning á erfðafræði hvala þá er hugsanlega hægt að öðlast meiri þekkingu á þeim genum sem geta „dregið úr útbreiðslu krabbameins“.

Þetta sagði Michael McGowen, meðhöfundur rannsóknarinnar og líffræðingur við Smithsonian í Washington D.C.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“
Pressan
Í gær

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið