fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

8 ára drengur lést eftir að hafa skyndilega fengið „útbrot“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. janúar 2023 20:00

Ace Rewtastle. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ace Rewtastle, 8 ára, fór í frí til Barbados með fjölskyldu sinni í lok desember. Þetta var langþráð draumafrí fjölskyldunnar. Þann þriðja janúar var Ace lagður inn á sjúkrahús eftir að hafa fengið útbrot. Læknar töldu í fyrstu að hann væri með heilahimnubólgu en útbrot eru algengasta einkenni heilahimnubólgu.

En eftir frekari rannsóknir lækna komust þeir að því að Ace var með bráðamergfrumuhvítblæði.

Strax var hafist handa við að reyna að koma honum heim til Bretlands svo hann gæti notið umönnunar heilbrigðisstarfsfólks þar. En áður en það tókst að flytja hann heim versnaði heilsa hans til muna og hann fékk áfall sem orsakaði blæðingu inn á heila. Hann lá á sjúkrahúsi þegar þetta gerðist og brugðust læknar við með því að setja hann í dá.

Ace á sjúkrahúsinu. Mynd:Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En því miður reyndist ekki unnt að bjarga lífi hans og var hann úrskurðaður heiladauður. Hann lést síðan 14. janúar. Daily Star skýrir frá þessu.

„Það eru engin fótspor svo smá að þau skilji ekki eftir sig slóð í þessum heimi. Góða nótt Ace. Í dag tók náttúran sína stefnu, þú ert öll tilvera mína og ég vil elska þig og muna eftir þér þar til ég dreg síðasta andardráttinn,“ skrifaði móðir hans á Facebook eftir andlát hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim