fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Hörmuleg saga Nikki Catsouras – Var kölluð „Porsche-stúlkan“ eftir að myndir af banaslysi hennar láku á netið

Pressan
Laugardaginn 5. ágúst 2023 22:31

Nikki við útskrift sína úr menntaskóla vorið fyrir slysið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikki Catsouras lést þann 31. október 2006 þegar hún klessukeyrði Porsche bifreið föður síns í Lake Forest í Kaliforníu, fékk hún viðurnefnið „Porsche Girl“ eftir að grafískar myndir af hálshöggnu líki hennar fóru á netið. 

Á hrekkjavöku árið 2006 ók hin 18 ára Nikki Catsouras Porsche 911 Carrera föður síns á meira en 100 mílna (161 km) hraða. Þegar hún reyndi að skipta um akrein ók hún utan í aðra bifreið, missti stjórn á bílnum, fór svo yfir miðlínu þjóðvegarins yfir akreinarnar og keyrði utan í steypt tollskýli.

Þegar lögreglan kom nokkrum mínútum síðar fundu þeir lík Catsouras enn spennt við bílstjórasætið. Höfuð hennar var hins vegar ekki lengur fest við líkamann. Bílflakið og vettvangurinn var svo illa farinn að dánardómstjórinn vildi ekki leyfa foreldrum Catsouras að bera kennsl á lík hennar.

Ljósmyndir af andláti Catsouras rötuðu hins vegar á netið og þar dreifðust myndirnar hratt. 

MySpace-síður sem settar voru upp til að votta CatSouras virðingu birtu í staðinn myndirnar af hræðilegu slysi hennar. Foreldrar Catsouras fengu óteljandi tölvupósta með myndunum. Þau gátu engan veginn forðast áfallið að sjá myndirnar.

Nikki Catsouras

Hver var Nikki Catsouras?

Nicole „Nikki“ Catsouras fæddist 4. mars 1988 í Orange County í Kaliforníu. Þegar hún var 18 ára var hún nýnemi í háskóla og bjó heima hjá foreldrum sínum. Hún var feimin og skapandi, lærði ljósmyndun og vann með börnum í sérkennslu. Samkvæmt frétt Newsweek var líf Catsouras fjölskyldunnar þó ekki eins fullkomið og þau vildu láta það líta út fyrir. 

Þegar Catsouras var átta ára, uppgötvuðu læknar æxli í heila hennar og gáfu henni ekki langar ævilíkur. Síðar kom í ljós að æxlið var góðkynja, en ströng geislameðferð sem Catsouras hafði þegar gengist undir hafði varanleg áhrif á hana. Læknar vöruðu foreldra hennar, Christos og Lesli, við því að aukaverkanir gætu síðar komið upp, sem myndu hugsanlega hafa áhrif á dómgreind og hvatvísi Catsouras.

Sumarið 2005 þegar Catsouras var 17 ára byrjaði hún að nota kókaín og endaði á sjúkrahúsi í geðrofi vegna neyslu. Foreldrar hennar töldu að dómgreindarleysi Catsouras þegar kom að neyslunni mætti rekja til geislameðferðarinnar. Catsouras hélt neyslunni áfram.

Nikki við útskrift sína úr menntaskóla vorið fyrir slysið.

Kvöldið fyrir banaslysið notaði Catsouras kókaín og íhuguðu foreldrar hennar að láta leggja hana inn á sjúkrahús, en ákváðu þess í stað að farameð hana til geðlæknis daginn eftir.  Fjölskyldan fór að sofa, daginn eftir borðaði hún hádegismat saman og fjölskyldufaðirinn fór til vinnu. Þegar hann kvaddi fjölskyldu sína brosti Catsouras til hans úr sófanum og gaf honum friðarmerki. Allt virtist vera í himnalagi. Um það bil tíu mínútum síðar, sá Lesli bílinn sem manni hennar þótti svo mikið til um,  Porsche 911 Carrera eiginmanns, renna r innkeyrslunni og keyra hratt í burtu. Catsouras sat undir stýri. Foreldrar hennar höfðu ekki staðið hana að svona hegðun áður og reyndar hafði hún bara einu sinni áður fengið að keyra bílinn. Lesli hringdi í eiginmann sinn til að upplýsa hann um hvað dóttir þeirra hefði gert. Hann sneri strax við og hringdi í 911, þar var hann settur á bið og horfði á tvö lögreglubíla þjóta framhjá honum á veginum. Sá sem svarað hafði símtali hans kom aftur á línuna og tilkynnti Christos að slys hefði orðið.

Lögreglan sagði foreldrunum síðar að dóttir þeirra hefði verið keyrt eftir þjóðveginum á ógnarhraða þegar hún reyndi að skipta um akrein og keyrði utan í annan bíl. Áreksturinn varð til þess að bíllinn þeyttist stjórnlaus yfir akreinar, yfir á öfugan vegarhelming og inn í mannlaust tollskýlið. Bíllinn var nánast krumpaður saman eftir áreksturinn. Krufning leiddi í ljós að Catsouras var enn með kókaín í líkamanum.

Martröð foreldra hennar var þó rétt að hefjast.

Eins og venjan er við slys í umferðinni tók þjóðvegaeftirlit Kaliforníu myndir af slysstað. Aðkoman var það hræðilegt að foreldrar Catsouras máttu ekki bera kennsl á lík hennar.

Samkvæmt frétt ABC News fóru hjónin fljótlega að fá nafnlausa tölvupósta og sms með myndum af slysinu. Myndirnar dreifðust um netið og birtust alls staðar, frá MySpace síðum, til klámsíðan og á spjallborðum tileinkuðum myndum af látnu fólki. Eins og myndirnar hafi ekki verið nægar einar og sér þá voru athugasemdirnar fullar af grimmilegum skilaboðum eins og „þessi spillta ríka stúlka átti þetta skilið“ og „þvílík sóun á Porsche“.

Lesli varð að hætta að skoða tölvupóstinn sinn og hjónin bönnuðu þremur öðrum dætrum sínum að nota netið. Það þurfti að taka Danielle 16 ára systur Catsouras úr skólanum þar sem henni bárust hótanir um að myndirnar yrðu sýndar.

„Það voru hótanir um að fólk ætlaði að setja myndirnar í skápinn minn, líma þær á skápinn minn. Ég man eftir henni á svo frábæran hátt, ég vil ekki sjá myndir af henni látinni og hafa þær myndir fastar í höfðinu á mér,“ segir Danielle.

Catsouras fjölskyldan.

En hvernig láku myndirnar á netið?

Lögfræðingur Catsouras fjölskyldunnar Keith Bremer sagði um málið: „Einn lögreglumannanna sendi nokkrar af myndunum í tölvupósti til eins viðbragsaðila, sem síðan sendi myndirnar áfram í tölvupósti til annarra sem tengjast ekki lögregluembættinu. Og síðan vatt þetta upp á sig.“

Lagaleg barátta Catsouras fjölskyldunnar gegn þjóðvegaeftirliti Kaliforníu

Catsourases hjónin reyndu eins og þau gátu að fá myndirnar teknar niður af vefsíðum þar sem þær voru birtar, ótal lögbönn og beiðnir voru sendar, þau töluðu beint við eigendur vefsíðna og notuðust við háþróaða kóðatækni til að gera það erfiðara að finna myndirnar við leit á Google. Ekkert af þessu virkaði, enda er það sem einu sinni fer á netið komið þar til að vera. 

Þjóðvegaeftirlit Kaliforníu sendi að lokum formlegt afsökunarbréf til fjölskyldunnar þar sem þeir tveir sem höfðu lekið myndunum í upphafi voru nafngreinir, Thomas O’Donnell og Aaron Reich. Lögmaður Reich hélt því fram að hann hefði sent myndirnar til ættingja sinna og vina sem „varúðarsögu“ (e. cautionary tale) til að vara þá við hættunni á kærulausum akstri. Þessar upplýsingar gerðu þó lítið til að draga úr sársauka  Catsouras fjölskyldunnar, sem kærði Þjóðvegaeftirlit Kaliforníu fyrir vanrækslu, innrás í friðhelgi einkalífsins og fyrir tilfinningalegan skaða. Greindi Los Angeles Times frá því að eftirlitið hefði gert sátt í málinu upp á um það bil 2,37 milljónir dala (tæpar 313 milljónir króna) í skaðabætur og með því að gefa út eftirfarandi yfirlýsingu:

„Engin upphæð getur bætt upp fyrir sársaukann sem Catsouras fjölskyldan hefur orðið fyrir. Við höfum náð sátt með fjölskyldunni um að spara verulegan kostnað vegna áframhaldandi málaferla og kviðdóms. Það er von okkar að með þessari sátt geti Catsouras fjölskyldan fengið einhverja lokun í málinu.“

Catsourases fjölskyldan sættist að lokum við þá staðreynd að hún myndi aldrei geta fjarlægt myndirnar að fullu af netinu, en fjölskyldan taldi að með því að deila sögu sinni gæti hún hjálpað öðrum fjölskyldum sem lenda í jafn hörmulegum aðstæðum.

„Mér finnst eins og enginn hafi í raun áttað sig á því að Nikki var manneskja og fólk skemmti sér á viðbjóðslegan máta yfir myndunum,“ sagði Danielle í viðtali við ABC News. „Og það er bara sorglegt að einhver finni hjá sér þörf til að setja myndirnar á netið, halda þeim þar og skaða þannig aðra.“

Nikki ásamt foreldrum sínum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Í gær

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu