fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Pressan

Þess vegna nenna karlar undir þrítugu ekki að fara á stefnumót

Pressan
Laugardaginn 18. mars 2023 22:00

Mynd/Andrea Piacquadio, Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aðdraganda Valentínusardags, sem var í febrúar, birti Pew Research Centre í Bandaríkjunum niðurstöður nýrrar könnunar.

Hún leiddi í ljós að meirihluta bandarískra karlmanna, undir þrítugu, finnst frábært að vera einhleypir. Ein af ástæðunum fyrir þessari skoðun þeirra er að þeim finnst það að fara á stefnumót „frekar vera eins og atvinnuviðtal“.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að flestir þeirra, sem ekki eru ástfangnir, eru bara nokkuð ánægðir með það og á þetta við um alla aldurshópa.

Þess utan kom í ljós að ekki eru allir einhleypir í leit að einhverju alvarlegu því 7% sögðust aðeins vilja „skammvinnt samband“.

New York Post ræddi við 28 ára karlmann um niðurstöðurnar og sagði hann að hann hafi ekki áhuga á alvarlegu sambandi því stefnumót líkist sífellt meira atvinnuviðtölum. „Þetta er orðið miklu meira, hvað getur þú gert fyrir mig?“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt