fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Lík hans fannst fyrir 11 árum – Hver var hann?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 22:00

Hver var hann?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. október 2011 fannst lík af karlmanni nærri Balmore Golf Club í East Dunbartonshire á Englandi. Talið er að allt að sex mánuðir hafi liðið frá dauða mannsins þar til lík hans fannst. Nú hefur lögreglan birt tölvugerða mynd af honum í þeirri von að einhver geti borið kennsl á manninn.

Sky News segir að lögreglan hafi einnig skýrt frá því að maðurinn hafi hugsanlega verið haltur, verið með brotna framtönn og með áverka á nefi og kjálka. Þessa áverka hlaut hann ekki svo löngu áður en hann lést.

Lögreglan telur að hann hafi verið 25 til 34 ára þegar hann lést. Ekkert bendir til að honum hafi verið ráðinn bani. Sérfræðingar segja þó að áverkarnir, sem hann hlaut áður en hann lést, hafi hugsanlega haft áhrif á útlit hans, lífsgæði og göngulag.

Tölvugerð mynd af manninum.

 

 

 

 

 

 

 

Maðurinn var hvítur Evrópumaður. Hann var í bláum Topman stuttermabol, blárri peysu með rennilás og bar hún merkið Greek Pennsylvania. Hann var í ljósum gallabuxum og svörtum vatnsheldum gönguskóm sem voru seldir í Lidl.

Í Nike-bakpoka, sem fannst nærri líkinu, voru snyrtiáhöld, fatnaður, heyrnartól, hleðslutæki, kveikjari og sígarettubréf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun