fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Pressan

Telja sig hafa fundið líkamsleifar drengsins 58 árum eftir morðið

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 30. september 2022 21:15

Hindley, Bennett og Brady

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. júní árið 1964 var hinn 12 ára gamli Keith Bennett numinn á brott af raðmorðingjunum Ian Brady og Myra Hindley. Bennett var á leiðinni til ömmu sinnar þegar Brady og Hindley tóku hann, kyrktu hann til dauða og gráfu hann einhvers staðar í Saddleworth Moor á Englandi.

Brady var sakfelldur, ásamt Myru Hindley, fyrir morðið á Keith Bennett auk fjögurra annarra morða á ungmennum sem framin voru á árunum 1964 til 1965; Pauline Reade, 16 ára, John Kilbride, 12 ára, Lesley Ann Downey, 10 ára og Edward Evans, 17 ára. Morðin voru nefnd Moors-morðin í ljósi þess að þrjú lík fundust grafin í Saddleworth Moor.

Fyrst voru Brady og Hindley dæmd fyrir þrjú morð en árið 1987 voru þau dæmd fyrir tvö morð til viðbótar. Jarðneskar leifar fjögurra af fimm fórnarlömbum þeirra hafa fundist en líkamsleifar Keith Bennett fundust ekki.

Nýlega fannst höfuðkúpa á svæðinu sem talið er að tilheyri barni sem var í kringum 12 ára þegar það lést. Því telur lögreglan líklegt að um höfuðkúpu Bennett sé að ræða. Samkvæmt The Sun er lögreglan því að kemba svæðið núna í leit að frekari líkamsleifum. Þá er lögreglan einnig sögð vera að rannsaka efni sem fannst um metra undir höfuðkúpunni, talið er að um sé að ræða föt.

Lögreglan segir að enn sé rannsóknin á frumstigi og að verið sé að rannsaka þessi nýju sönnunargögn. „Það er enn of snemmt að segja um það hvort það sé algjörlega öruggt að um líkamsleifar manneskju sé að ræða en af virðingu við Alan Bennett [bróðir Keith Bennett], sem við erum reglulega í samskiptum við, þá höfum við látið hann vita af þessu.“

Ian Brady lést þann 15. maí árið 2017 en hann gaf það aldrei upp hvar jarðneskum leifum Bennett var komið fyrir. Aðstandendur Bennetts reyndu hvað þau gátu, allt fram á síðasta dag, að fá þessar upplýsingar frá Brady en allt kom fyrir ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rúmlega 20.000 manns létust í hitabylgjum í Vestur-Evrópu í sumar

Rúmlega 20.000 manns létust í hitabylgjum í Vestur-Evrópu í sumar
Pressan
Í gær

Móðir handtekin – Faldi lík dóttur sinnar í náttborðinu

Móðir handtekin – Faldi lík dóttur sinnar í náttborðinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er vatnsbrúsinn þinn bakteríusprengja?

Er vatnsbrúsinn þinn bakteríusprengja?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævafornar veggmyndir fundust í Perú

Ævafornar veggmyndir fundust í Perú
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma