fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Pútín kallar eftir friðsamlegri úrlausn í deilu Tadsíkistan og Kirgistan

Pressan
Sunnudaginn 18. september 2022 18:49

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blóðug átök hafa geisað undanfarna daga á landamærum Mið-Asíuríkjanna Tadsíkistan og Kirgistan. Fallist var á vopnahlé milli landanna á föstudaginn og síðan þá hafa tölur yfir látinna verið að berast og hækkað hratt. Nú er talið að 81 hafi látið lífið í átökunum, þa af fleiri hjá Kirgistum, en hundruðir hafa særst og tugþúsundir neyðst til að flýja heimili sín. Ásakanir milli stjórnvalda landanna ganga á víxl en bæði saka þau hvort annað um að hafa rofið vopnahlé sem staðið hafði í nokkra mánuði.

Mikil hætta er talin á að allsherjarstríð milli landanna brjótist út en af og til hefur orðið mannfall í skærum milli landanna sem snúast um næstum 1.000 kílómetra löng landamæri þeirra. Ástandið hefur þó róast mikið í dag en lítið þarf að gerast til að átök brjótist út að nýju.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur nú  sent frá sér yfirlýsingu vegna átakanna og segir mikilvægt að deilan sé leyst með „friðsamlegum, pólitískum og diplómatískum hætti.“ Hvort að Pútín sé sannfærandi sem boðberi friðar skal ósagt látið en orð hans hafa talsvert vægi hjá stjórnvöldum hinna fyrrum Sovétlýðvelda enda eiga Rússar landamæri að báðum löndunum.

Forsetar landanna, Emomali Rahmon frá Tadsíkistan og Sadyr Japarov frá Kirgistan, hittust á fundi í nágrannaríkinu Úsbekistan um helgina en sá fundur virðist ekki hafa borið mikinn árangur enda fóru ásakanir að ganga aftur á víxl milli landanna skömmu eftir lok hans. Ástandið hefur þó róast mikið í dag en lítið þarf að gerast til að átök brjótist út að nýju nema að friðarsinninn Pútín nái sínu framgengt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig