fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Hafa fundið skýringu á hvernig steinblokkir voru fluttar til Giza

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. september 2022 09:00

Píarmídar í Giza. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur alltaf verið mikil ráðgáta hvernig Egyptar fóru að því að reisa hina glæsilegu píramída sína fyrir 4.500 árum. Margir hafa velt fyrir sér hvernig þeir fluttu risastórar steinblokkir, sem píramídarnir eru byggðir úr, að byggingarsvæðunum. Nú telja fornleifafræðingar sig hafa komist að hvernig þeir voru fluttir að byggingasvæðunum.

Illustrerert Videnskab segir að hópur fornleifafræðinga frá Frakklandi, Kína og Egyptalandi hafi hugsanlega fundið svarið við þessu.

Í grein í vísindaritinu PNAS sýna þeir fram á að kvísl úr Níl hafi legið alveg upp að píramídunum í Giza. Segja þeir að egypskir verkfræðingar hafi notað Níl og hin árlegu flóð í henni til að flytja steinblokkir að byggingasvæðinu með því að nota snilldarlegt kerfi farvega og lóna sem hafi myndað hafnarsvæði við rætur Giza-hásléttunnar.

Píramídarnir í Giza eru á risastórri sandsléttu í um 8 km fjarlægð frá Níl. Það er löng vegalengd til að flytja stórar steinblokkir án þess að hafa kranabíla eða flutningabíla til umráða. Af þeim sökum hafa lengi verið uppi getgátur um að Egyptar hafi flutt steinblokkirnar til Giza eftir uppþornaðri kvísl Nílar, kvísl sem nefnist Khufu.

Nú telja vísindamenn sig hafa sannað þessa kenningu. Með því að vinna frjókorn úr árfarvegum hafa þeir endurskapað jarðfræðilega sögu svæðisins. Þeir fundu ummerki um vöxt rúmlega sextíu ólíkra tegunda plantna og sýna þær hækkun og lækkun vatnsborðsins á 8.000 ára tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig