fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Fundu sannanir fyrir aflimun fyrir 31.000 árum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. september 2022 16:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir á beinum og vef benda til að fyrir 31.000 árum hafi einstaklingur, á Borneo, lifað það af að fótur var tekinn af honum. Þetta eru elstu sannanirnar, sem fundist hafa, um vel heppnaða aflimun.

Fornleifafræðingar frá áströlskum háskólum og indónesískum stofnunum fundu beinagrind ungs manns frá Borneo. Vinstri fótleggur hans hafði verið tekinn af honum fyrir 31.000 árum, þegar hann var barn. Þetta er 24.000 árum fyrr en elsta þekkta dæmið til þessa.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Með ýmsum aldursgreiningaraðferðum var staðfest að ungi maðurinn var grafinn fyrir 31.000 árum. Þetta er því elsta þekkta gröfin sem fundist hefur í Suðaustur-asíu.

Vísindamennirnir segja að rannsóknir á beinagrindinni sýni að neðsti hluti vinstri fótleggsins hafi verið fjarlægður með skurðaðgerð. Það hvernig beinvefurinn hafi breyst með tímanum passi við velheppnaða aflimun sem sýking hafi ekki komist í og því hafi sjúklingurinn lifað aðgerðina af.

Þeir segja að flest bendi til að „skurðlæknirinn eða skurðlæknarnir hafi líklega skilið þörfina fyrir meðhöndlun“. Þeir segja að þetta bendi einnig til að læknisfræðileg kunnátta forfeðra okkar hafi verið miklu meiri en talið hefur verið fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu