fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Pressan

Ísbjarnaárás á Svalbarða

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 22:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísbjörn réðst á tjaldstæði á Svalbarða í dag og særði franskan ferðamann, samkvæmt AP. Ferðamaðurinn hlaut ekki lífshættuleg sár og björnin var drepinn. Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, var hluti af leiðsöguhópi 25 manna sem tjaldaði á Sveasletta á Svalbarða. Tjaldstæðið var hinum megin við fjörðinn sem Longyearbæ, helsta þéttbýli Svalbarða.

„Franska konan særðist á hendi,“ sagði Stein Olav Bredli lögregluþjónn á eyjunum. „Skotið var á ísbjörninn sem fældist af svæðinu,“ sagði hann. Það liggur ekki fyrir hvort að það skot hafi hæft og drepið björninn. Konan sem var á fimmtugsaldri var flutt á sjúkrahús með þyrlu. Ferðamönnum sem ferðast til Svalbarða er varað við því að sofa úti og það má ekki fara úr þéttbýli á eyjunum án þess að taka með skotvopn. Að minnsta kosti fimm manns hafa látist af völdum ísbjarna á Svalbarða síðan á áttunda áratugnum.

Síðasta banvæna ísbjarnaárásin á Svalbarða átti sér stað árið 2020 þegar 38 ára Hollendingur lét lífið. Eftir þá árás var það rætt að banna fólki að tjalda á eyjunni en engin ákvörðun hefur verið tekin. Sumir íbúa eyjanna sem hýsa meira en 2.500 manns krefjast stöðugs eftirlits með ísbjörnum en aðrir vilja að allir birnir sem nálgist byggðina verði drepnir. Á árunum 2009 til 2019 voru 14 birnir drepnir, samkvæmt NRK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bragðið af grænkáli fær ófædd börn til að gretta sig

Bragðið af grænkáli fær ófædd börn til að gretta sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný norræn rannsókn – Umhverfið hefur meiri áhrif en erfðir hvað varðar ristilkrabbamein

Ný norræn rannsókn – Umhverfið hefur meiri áhrif en erfðir hvað varðar ristilkrabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að það séu 2,5 milljónir maura á hvern einasta jarðarbúa

Telja að það séu 2,5 milljónir maura á hvern einasta jarðarbúa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig hafa fundið líkamsleifar drengsins 58 árum eftir morðið

Telja sig hafa fundið líkamsleifar drengsins 58 árum eftir morðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Særðust í skotárás í Svíþjóð

Særðust í skotárás í Svíþjóð