fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Árum saman hefur hann mokað inn peningum á samsæriskenningum – Nú þarf hann að borga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 07:40

Alex Jones er iðinn við að setja fram samsæriskenningar. Skjáskot:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ferli sínum hefur bandaríski samsæriskenningasmiðurinn og útvarpsmaðurinn Alex Jones mokað inn peningum á að setja fram staðlausar samsæriskenningar um djöfladýrkendur, barnaníðinga og samkynhneigða froska og margt fleira. En nú þarf hann að draga upp veskið og greiða sem nemur allt að 20 milljörðum íslenskra króna í bætur vegna samsæriskenningar sem hann setti fram.

Hún á rætur að rekja til þess að þann 14. desember 2012 skaut Adam Lanza, 20 ára, móður sína, Nancy, til bana á heimili þeirra í Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum.

Því næst stal hann bíl hennar og ók að Sandy Hook grunnskólanum. Þar komst hann inn með því að skjóta glerdyr í tætlur. Þegar inn var komið byrjaði hann að skjóta á fólk. Þegar upp var staðið hafði hann drepið 26 manns, þar af 20 sex og sjö ára börn. Að því loknu skaut hann sjálfan sig.

Harmleikurinn komst í heimsfréttirnar sem fjöldamorðið í Sandy Hook.

En Alex Jones sagði söguna ekki á þessa leið. Hann hefur haldið því fram að fjöldamorðið hafi ekki átt sér stað, allt hafi þetta verið ein stór blekking. Að allir þeir sem áttu í hlut hafi verið leikarar sem ríkisstjórn Barack Obama réði til starfa. Tilgangurinn hafi verið fá stuðning við hertar reglur um skotvopn.

Alex Jones fæddist í Dallas í Texas 1974. Fyrsti útvarpsþáttur hans fór í loftið 1996 og 1999 stofnaði hann sinn eiginn miðil, Inforwars.com, sem er lengst til hægri í stjórnmálum. Aðaltekjulind Infowars hefur verið sala á ýmsum varningi og fæðubótarefni sem Jones auglýsti í þáttum sínum. Þegar Infowars-rásinni var lokað á YouTube 2018 hafði verið horft rúmlega milljarð sinnum á hana.

Jones hefur verið fundinn sekur um ærumeiðingar, vegna samsæriskenninga hans um Sandy Hook fjöldamorðið, í fjórum málssóknum. Eitt málanna er nú fyrir dómi þar sem kviðdómur mun ákveða hversu háar bætur Jones þarf að greiða þolendunum. Hin málin verða tekin fyrir í haust.

Í málinu sem nú er fyrir dómi krefjast Neil Heslin og Scarlett Lewis, foreldrar Jesse Lewis, sem var sex ára þegar hann var myrtur, 150 milljóna dollara í bætur frá Jones. 75 milljónir af kröfunni eru reiknaðar út frá því að 75 milljónir manna trúi samsæriskenningu Jones og skuli hann greiða einn dollara fyrir hvern þeirra. Hinar 75 milljónirnar eru bætur fyrir það tilfinningatjón sem foreldrarnir urðu fyrir.

CNN, MSNBC og Business Insider skýrðu frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun