fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
Pressan

Sharon í lífshættu eftir árás tuttugu brjálaðra belja

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 15. ágúst 2022 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur reiðra kúa réðist á breska konu með þeim afleiðingum að fimmtán rifbein brotnuðu, hún viðbeinsbrotnaði einnig, gat kom á lunga og er illa tognuð á ökkla auk fjölda minni meiðsla. 

Um 20 kýr stóðu að árásinni sem stóð í um fimm mínútur eða þar til gönguhópur kom að og náði að dreifa athygli kúnna frá Sharon. 

Sharon var mikið slösuð.

Hin 51 árs gamla Sharon Eley var í fjögurra daga göngu ásamt vinkonu sinni og hundi um sveitir Lancashire í maí þessa árs þegar að kýrnar réðust á hana. Sharon segist hafa séð kú hlaupa í átt að henni og hafi hjörðin fljótlega elt hina reiðu forystukú. Þegar hún sá kýrnar nálgast stóð Sharon grafkyrr til að virðast á engan hátt ógnvekjandi en það dugði ekki til.

Kýrnar skelltu henni í jörðina, skölluðu hana ítrekað og trömpuðu á henni.Sharon var einnig næstum köfnuð þar sem ól tösku sem hún var með flæktist um háls hennar. Vinkona hennar reyndi árangurslaust að koma til hjálpar en gat lítið gert gegn 20 reiðum kúm. Reiðin virðist einvörðungu hafa beins að Sharon því kýrnar réðust ekki á vinkonu hennar. 

Varar við kúm

Sharon var í heilan mánuð á sjúkrahúsi og þurfti að gangast undir tvær skurðaðgerðir. Hún segist þakka fyrir að vera yfirleitt á lífi. Fjórum mánuðum eftir árásina er Sharon ekki búin að jafna sig er telja læknar hennar að það muni taka marga mánuði til viðbótar.

Sharon er þrautreynd göngukona til áratuga en segist aldrei hafa dottið í hug að slíkt gæti komið fyrir.

Í viðtali við breska fjölmiðla segir Sharon að kýr séu mun hættulegri en margir telji og hvetur göngufólk að vera á varðbergi gagnvart þeim.

Forystubeljan brjáluð

Eina kýrin sem hópnum tókst ekki að fá til að hætta árásinni var forystukýrin. Sharon tókst að komast á fætur og jafnvel gekk að kúnni í þeirri von að virðast henni ógn, eins og alþekkt er í dýraríkinu. Það gekk upp og sneri hin reiða kú loks við til hjarðarinnar.

Sharon er nú útskrifuð.

Sharon segist aldrei hafa upplifa aðra eins skelfingu og skilur ekkert í hvað gæti hafa valdið reiði kúnna. Hún segir hund sinn hafa verið í taumi og hvorki gelt á kýrnar né yfirleitt sýnt þeim áhuga. Hún hefur verið spurðu að því hvort hún hafi verið klætt í rautt, enda trúa margir að sá litur veki reiði kúa, samanber nautöt. Það er hinsvegar misskilngur þar sem kýr skynja aðeins tvo liti, bláan og gulan. 

Er það hér með leiðrétt. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár særðust í sprengingu í Halle í Þýskalandi

Þrjár særðust í sprengingu í Halle í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mótmælin halda áfram í Íran þrátt fyrir aðvaranir stjórnvalda

Mótmælin halda áfram í Íran þrátt fyrir aðvaranir stjórnvalda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessi atriði eru sögð benda til að foreldrar Madeleine McCann hafi staðið á bak við hvarf hennar

Þessi atriði eru sögð benda til að foreldrar Madeleine McCann hafi staðið á bak við hvarf hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir