fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Dularfullar holur á miklu dýpi í Atlantshafinu vekja undrun

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 12:00

Svona líta þær út. Mynd:NOAA Ocean Exploration

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn, sem tóku þátt í neðansjávarrannsóknum, fundu holur á botni Atlantshafsins sem líta þannig út að þær gætu alveg eins verið verk manna.

Þær uppgötvuðust síðasta sunnudag á um þriggja kílómetra dýpi. Eitt það dularfyllsta við þær er að þær eru nánast í beinni röð.

Videnskab skýrir frá þessu og segir að nú hafi bandaríska vísindastofnunin NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) boðið almenningi að deila kenningum sínum um hvernig þessar holur hafi myndast.

Hvernig myndast þær? Mynd:NOAA Ocean Exploration

 

 

 

 

 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem holur af þessu tagi finnast á hafsbotni en enn er ekki vitað hvernig þær verða til.

Það má segja að þær líti út fyrir að vera manngerðar en litlar hrúgur af botnlagi við hlið þeirra fá þær til að líta út eins og eitthvað hafi grafið þær.

Holurnar fundust nærri neðansjávareldfjalli norðan við Asoreyjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“