fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

McDonald‘s opnar nokkra veitingastaði í Úkraínu að nýju – Vilja styðja tilfinninguna um eðlilegt ástand

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska skyndibitakeðjan McDonald‘s hefur ákveðið að opna nokkra af veitingastöðum sínum í Úkraínu á nýjan leik en þeim var lokað þegar Rússar réðust inn í landið fyrir tæpum sex mánuðum. McDonald‘s lokaði einnig öllum veitingastöðum sínum í Rússlandi og seldi þá síðan til einkaleyfishafans.

Nú verða nokkrir veitingastaðir í Úkraínu opnaðir á nýjan leik til að sýna úkraínsku þjóðinni stuðning og styðja við tilfinninguna um að ástandið í landinu sé að einhverju leyti eðlilegt.

Rúmlega 10.000 manns störfuðu hjá McDonald‘s í Úkraínu. Fyrirtækið hefur greitt þeim laun síðan veitingastöðunum var lokað. Sky News skýrir frá þessu.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær kemur fram að byrjað verði á að opna nokkra veitingastaði í Kyiv og vesturhluta landsins. Í heildina á McDonald‘s 109 veitingastaði í Úkraínu.

Nokkur önnur vestræn fyrirtæki hafa hafið starfsemi á nýjan leik í Úkraínu að undanförnu, þar á meðal NikeKFC og Mango.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið