fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Óttast um framtíð lýðræðis í Brasilíu – „Burt með Bolsonaro!“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 22:30

Mynd frá Reuters/Amanda Perobelli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálamenn, fræðimenn og listamenn söfnuðust saman í dag til að mótmæla forseta landsins Jair Bolsonaro og vernda lýðræðið í Brasilíu í kjölfar þess að hann ýjaði að því að hann myndi ekki samþykkja niðurstöður forsetakosninganna sem fara fram í október næstkomandi fái hann sínu ekki framgengt. Bolsonaro hefur verið forseti Brasilíu síðan 2019 og hefur beitt sér fyrir því að draga úr fjölmiðlafrelsi og réttindum frumbyggja og samkynhneigðra. Honum hefur verið lýst sem miklum öfgamanni til hægri og tilheyrir hann hópi öfga-hægri þjóðarleiðtoga í löndum eins og Ungverjalandi, Tyrklandi og Indlandi. Reuters greindi frá þessu.

Bolsonaro dró hlutleysi hæstaréttar Brasilíu í efa og sakaði hann um að styðja vinstrisinnaðari andstæðing sinn, sem leiðir í skoðanakönnunum. Áhrifamikið fólk í brasilísku samfélagi, allt frá bankamönnum til stéttarfélagsleiðtoga, skrifuðu undir stefnuyfirlýsingu til að tjá stuðning sinn á hæstaréttinum á meðan hann undirbýr sig fyrir kosningarnar sem fara fram 2. október næstkomandi.

Önnur stefnuskrá var einnig lesin upp fyrir fagnandi mannsöfnuð við lögfræðideild Háskólans í Sao Paulo. 800.000 manns skrifuðu undir hana. „Burt með Bolsonaro“ kallaði fjöldinn eftir að stefnuskráin sem kölluð var Bréf til Brasilíumanna var lesin upp, á sama stað og svipuð stefnuskrá til að mótmæla þáverandi herstjórn Brasilíu var lesin upp árið 1977.

„Í Brasilíu dagsins í dag er ekki pláss fyrir einræði og afturför. Harðstjórnir og pyntingar tilheyra fortíðinni. Lausnir hinna miklu áskoranna sem Brasilía stendur frammi fyrir í dag krefjast virðingar fyrir niðurstöðum kosninga,“ stóð í stefnuskránni sem prófessor við lögfræðideildina las upp. Stefnuskráin var einnig undirrituð af fyrrum forseta Luiz Inacio Lula da Silva sem er helsti andsæðingur Bolsonaro og leiðir í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar.

Bolsonaro er mikill aðdáandi Donalds Trumps og studdi órökstuddu staðhæfingar hans um að svindl hafi átt sér stað í bandarísku forsetakosningunum 2020. Hann dró dár að stefnuskránni og sagði að hann hefði enga þörf fyrir neinum undirskriftum til að sanna sig. Andstæðingar hans segja aftur á móti að hann ætli sér að krýna sig sigurvegara sama hverjar niðurstöðurnar verða, líkt og Trump gerði árið 2020 og heldur enn fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu