fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. júní 2022 16:30

Það er ekki skynsamlegt að hafa kveikt á viftu þegar sofið er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið freistandi að sofa með kveikt á viftu þegar heitt er en það er ekki góð hugmynd.

Að sögn sérfræðinga sem Ladbible ræddi við þá er tvennt sem mælir á móti því að viftur séu látnar snúast að næturlagi.

Sú fyrri er að viftur nota töluvert mikið rafmagn og það er alveg óþarfi að láta þær hækka rafmagnsreikninginn.

En síðari ástæðan er mikilvægari því hún getur haft áhrif á heilsufar og velferð fólks. Viftur þurrka loftið og þótt það sé ekki lífshættulegt þá getur það haft margvísleg óþægindi í för með sér, til dæmis þurra húð og höfuðverk.

Sleep Advisor segir að viftur geti gert vöðva auma því kalt loft veldur krömpum í líkamana og spennir þá á meðan sofið er.

Viftur hafa auðvitað þann kost að þær geta bætt nætursvefninn með því að draga úr hitakófinu í svefnherberginu en sérfræðingar mæla samt sem áður með því að slökkt sé á þeim á nóttunni, sérstaklega ef fólk er með ofnæmi eða astma eða þurra húð, þurr augu eða höfuðverk.

Þú deyrð sem sagt ekki af því að láta viftuna ganga að næturlagi en það getur haft fleiri neikvæð áhrif en jákvæð og því er skynsamlegt að velta fyrir sér hvort það er þess virði að láta hana ganga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar