fbpx
Miðvikudagur 22.júní 2022
Pressan

„Systir mín er ólétt og við vitum ekki hver bræðranna er faðirinn“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 05:32

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tim Colt rak einhverskonar „sifjaspell“ heimili í New South Wales í Ástralíu þar sem hann nauðgaði dætrum sínum og sonum og eignaðist börn með dætrunum. En sifjaspell átti sér einnig stað á milli barnanna. Ein dætra hans trúði vinkonu sinni fyrir að systir hennar væri barnshafandi en ekki væri vitað hvaða bróðir hennar væri faðirinn.

Í umfjöllun News.com.au um málið kemur fram að talið sé að Colt hafi nauðgað þremur dætra sinna, þeim RhondaBetty og Martha, og barnað þær.

Þetta og fleira óhugnanlegt varðandi þessa „innræktuðust fjölskyldu heims“ hefur nú verið afhjúpað eftir að leynd var aflétt af skjölum varðandi dómsmálið varðandi fjölskylduna. Ekki hefur þó allri leynd verið aflétt af málsskjölunum því rétt nöfn fjölskyldumeðlima hafa ekki verið opinberuð. Colt er nafn sem yfirvöld notuðu við rannsókn málsins og hefur það verið notað alla tíð síðan.

Leyndarmál fjölskyldunnar var vel varðveitt árum saman því aðeins nokkur barnanna voru send í skóla. Það var ekki fyrr en ein stúlkan, á unglingsaldri, sem fékk að ganga í skóla sagði við bekkjarsystur sína: „Systir mín er ólétt og við vitum ekki hver bræðranna er faðirinn,“ sem yfirvöld komust á snoðir um þann óhugnað sem átti sér stað innan fjölskyldunnar.

Út frá þessu fóru yfirvöld að rannsaka mál fjölskyldunnar og starfsmenn félagsmálayfirvalda og lögreglunnar voru sendir heim til hennar í júní 2012 en fjölskyldan bjó í sveit.

Niðurstaða heimsóknarinnar var heimilið væri „mjög skítugt og aðstæður hættulegar“ og að börnin væru „skítug“ og í „skítugum fötum“.

Á heimilinu bjuggu fjórir ættliðir, alls 38 manns. Bæði börn Tim Colt en einnig frændur og frænkur.

Tim Colt, ættfaðirinn, er talinn hafa verið upphafsmaður níðingsskaparins en hann stýrði fjölskyldunni með harðri hendi. Hann og eiginkona hans, June, áttu sjö börn. June kom undir við sifjaspell.

Talið er að Tim sé faðir nokkurra barna dóttur sinnar, Betty, sem hann byrjaði að nauðga þegar hún var 12 ára. Hann er einnig talinn vera faðir 4 barna annarrar dóttur sinnar, Rhonda, og faðir eins barns barnabarns síns. Sem sagt faðir langafabarns síns.

Í réttarhöldunum var sonur TimRoderick, fundinn sekur um að hafa nauðgað frænku sinni sem var einnig hálfsystir hans.  Það var Petra sem var dóttir Tim og Betty.

Petra sagði lögreglunni að hún hefði aldrei gengið í skóla, hefði lifað í „sértrúarsöfnuði“ og að „allar frænkur hennar og frændur hefðu stundað kynlíf með hvert öðru“.

Martha, ein dóttir Tim og June, „deildi rúmi“ með bróður sínum, Charlie, og eignaðist fimm börn. Talið er að Charlie sé faðir sumra, auk þess sem Tim og Roderick, annar bróðir hennar, eigi einnig einhver barnanna.  Þetta kom fram við réttarhöld.

June lést 2001 og Tim 2009. En það varð ekki til þess að líf fjölskyldunnar breyttist mikið því Betty tók við sem höfuð fjölskyldunnar og hélt uppteknum hætti. Eins og fyrr sagði átti Betty nokkur börn með föður sín en að auki eignaðist hún nokkur börn með bróður sínum, Charlie.

Fjölskyldan hefur oft verið kölluð „innræktaðasta fjölskylda heims“. Mörg barnanna, sem komu undir við sifjaspell eru fötluð að einhverju leyti og bera ákveðin líkamslýti, aðallega á augum og eyrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Einn af hverjum 500 karlmönnum er með auka kynlitning

Einn af hverjum 500 karlmönnum er með auka kynlitning
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA myndar óháð teymi til að rannsaka fljúgandi furðuhluti

NASA myndar óháð teymi til að rannsaka fljúgandi furðuhluti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg grimmd – Drekkti börnunum sínum þremur

Ólýsanleg grimmd – Drekkti börnunum sínum þremur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskt herskip siglir tvisvar inn í danska löghelgi – „Óásættanleg rússnesk ögrun“

Rússneskt herskip siglir tvisvar inn í danska löghelgi – „Óásættanleg rússnesk ögrun“