fbpx
Miðvikudagur 22.júní 2022
Pressan

Amazon gæti tæmt starfsmannalaug Bandaríkjanna fyrir 2024

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 20:00

Jeff Bezos, stofnandi Amazon, er sá ríkasti í heimi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amazon er með svo háa starfsmannaveltu að fyrirtækið hefur áhyggjur af því að það verði ekki fleira fólk að ráða í Bandaríkjunum árið 2024. Starfsmenn flutninga- og tæknirisans vonast til þess að þetta ástand neyði fyrirtækið til að greiða hærri laun en aðrir hafa áhyggjur af því að þetta muni leiða til meiri vélmennavæðingar og að það muni fækka störfum.

Munu tæma laugina fyrir árið 2024

Áhyggjur stjórnenda komu fram í minnisblaði frá miðju ársins 2021 sem var lekið og komst til handa Recode. „Ef við höldum áfram eins og við erum að gera, mun Amazon tæma starfsmannalaug Bandaríkjanna fyrir árið 2024,“ stendur í minnisblaðinu samkvæmt þeim.

Guardian greindi einnig frá því að þessi næststærsti atvinnuveitandi Bandaríkjanna tapar um þremur prósentum starfsmanna sinna á hverri viku, sem er um 150% á ári. Það er tvöföld meðalstarfsmannavelta bandarískra flutnings- og geymslufyrirtækja.

Áhyggjur af öryggi starfsmanna

Fyrrum stjórnandi Amazon í Phoenix í Arizona sagði Recode að Amazon gæti ekki framfylgt öryggisráðstöfunum því veltan sé svo há. Hann sagði að það væri „nánast ómögulegt að láta reka sig.“ Fjölmiðlafulltrúi tæknirisans sagði Guardian hins vegar að minnisblaðið væri bara vangaveltur og að fyrirtækið skoði „allar mögulegar aðstæður.“

Enn eru miklar áhyggjur af starfsmannaöryggi og heilsu hjá Amazon sérstaklega í ljósi þess að nánast allir starfsmenn þessa eins stærsta fyrirtækis heims séu utan stéttafélaga eins og flestir verkamenn Bandaríkjanna. Framkvæmdastjóri Amazon, Jeff Bezos, sagði hins vegar að Amazon „ætli að verða besti atvinnuveitandi jarðar og heimsins öruggasti vinnustaður,“ í bréfi til hluthafa á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bláir ljósspíralar á himni yfir Nýja-Sjálandi vöktu mikla athygli

Bláir ljósspíralar á himni yfir Nýja-Sjálandi vöktu mikla athygli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þjóðverjar þurfa að kynda kolaorkuver vegna gasskorts

Þjóðverjar þurfa að kynda kolaorkuver vegna gasskorts
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gaia geimfarið varpar ljósi á þróun sólkerfisins og óvænta „stjörnuskjálfta“

Gaia geimfarið varpar ljósi á þróun sólkerfisins og óvænta „stjörnuskjálfta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gjafapoki til kynningar á bandarískri iðnframleiðslu innihélt „Made in China“ gjafir

Gjafapoki til kynningar á bandarískri iðnframleiðslu innihélt „Made in China“ gjafir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skjaldbakan var týnd í 30 ár – Fannst á óvæntum stað – Síðan kom svolítið óvænt í ljós

Skjaldbakan var týnd í 30 ár – Fannst á óvæntum stað – Síðan kom svolítið óvænt í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskt herskip siglir tvisvar inn í danska löghelgi – „Óásættanleg rússnesk ögrun“

Rússneskt herskip siglir tvisvar inn í danska löghelgi – „Óásættanleg rússnesk ögrun“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu milljarða virði af kókaíni í bananakössum

Fundu milljarða virði af kókaíni í bananakössum