fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Pressan

Mynd frá NASA hefur valdið heilabrotum – Eru þetta dyr á Mars?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 22:00

Eru þetta dyr? Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marsbíllinn Curiosity tók nýlega mynd á Mars sem hefur vakið miklar vangaveltur hjá mörgum. Ástæðan er að að margir telja sig sjá dyr. Því hafa margir spurt sig hvort það geti verið að dyr séu á Mars og hvort Marsbúar leynist jafnvel á bak við þær?

Þegar fyrst er litið á myndina er alveg hægt að sjá dyr á henni. Það væri svo sem ekki neitt sérstaklega merkilegt nema hvað þær eru þá á Mars sem er líflaus pláneta eftir því sem við vitum best.

Á Reddit skrifaði einn notandi: „Ég er að reyna að átta mig á þessari mynd sem Curiosity tók á Mars fyrir nokkrum dögum. Hvað gæti hafa valdið því að þessar dyr líta svona út? Klettarnir fyrir framan þær eru ekki nægilega samstæðir til að passa.“

Curiosity hefur verið á ferð um Mars síðan 2011. Verkefni bílsins er að rannsaka jarðvegssýni og steina. Hann rannsakar einnig hvort líf hafi verið á Mars áður og hvort líf geti þrifist þar nú.

Jótlandspósturinn leitaði svara hjá Anja Andersen, stjarneðlisfræðingi við Kaupmannahafnarháskóla, um dyrnar. Hún sagði að það sem sést á myndinni séu ekki dyr. Þetta geti verið afleiðing setmyndunar en það sé auðvitað svo náttúruleg skýring að hún sé ekki eins spennandi og fólk vilji. Þetta verði þó rannsakað betur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mynd frá Mars hefur vakið upp miklar vangaveltur. Margir muna eflaust eftir „andlitinu á Mars“ sem reyndist einfaldlega vera steinn sem skuggar féllu á með þeim hætti að það virtist sem um andlit væri að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins
Pressan
Fyrir 1 viku

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað
Pressan
Fyrir 1 viku

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu