fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Meðalhitastig á heimsvísu getur náð nýjum hæðum á næstu fimm árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. maí 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðalhitastigið á jörðinni á síðasta ári var 1,1 gráðu yfir því sem það var fyrir iðnvæðinguna. En það er hætt við að það hækki enn frekar. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna hjá bresku veðurstofunni, Met Office, þá eru um helmingslíkur á að meðalhitinn nái 1,5 gráðum yfir það sem var fyrir iðnvæðingu á einhverju næstu fimm ára.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt The Global Annual to Decedal Climate Update, sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin gerði, þá séu 93% líkur á að fimm ára meðalhiti á heimsvísu fyrir árin 2022 til 2026 verði hærri en meðalhitinn á árunum 2017-2021.

Dr Leon Hermanson, sem stýrði rannsókn Met Office, sagði að nýjustu loftslagsreiknilíkön sýni að hiti muni halda áfram að hækka á heimsvísu og helmingslíkur séu á að eitthvert áranna frá 2022 til 2026 muni meðalhitinn verða 1,5 gráðu hærri en fyrir iðnvæðingu.

Hann sagði að þótt hitinn fari 1,5 gráðum yfir meðalhitann fyrir iðnvæðingu á einu ári þá þýði það ekki að Parísarsáttmálinn, sem er ætlað að halda aftur af hækkun meðalhita, sé fallinn um sig sjálfan. Það þýði þó að við þokumst nær því að farið verði yfir 1,5 gráður í lengri tíma en eitt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu