fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Nýtt kórónuveiruafbrigði í mikilli sókn í Danmörku – Smitar bólusetta auðveldar en önnur afbrigði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 08:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveiruafbrigðið BQ.1.1 hefur sótt í sig veðrið í Danmörku að undanförnu eins og víða um heiminn. Danska smitsjúkdómastofnunin SSI segir að afbrigðið verði væntanlega orðið ráðandi þar í landi innan nokkurra vikna.

Tyra Grove Krause, faglegur forstjóri hjá SSI segir að afbrigðið smiti bólusett fólk auðveldar en önnur afbrigði og það sama eigi við um þá sem hafa áður smitast af veirunni. TV2 skýrir frá þessu.

En þrátt fyrir að SSI reikni með að þetta nýja afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi innan nokkurra vikna þá er engin ástæða til að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Segir stofnunin að því fari víðsfjarri að staðan sé nálægt því eins og var 2020 og 2021.

BQ.1.1. hefur verið áberandi í Bandaríkjunum en ekkert bendir til að afbrigðið sé meira smitandi en önnur afbrigði eða valdi alvarlegri veikindum.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin, Centers for Disease Control and Prevention, segir að 70% allra smita í Bandaríkjunum séu nú af völdum þessa afbrigðis. Segir stofnunin að almennt séu einkenni smits af völdum afbrigðisins mild flensueinkenni, kvef og hálsbólga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“