fbpx
Mánudagur 05.júní 2023
Pressan

Danir bíða spenntir – Fjórðungslíkur á að draumur margra rætist

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. desember 2022 07:00

Snjór á Jótlandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Danir bíða nú spenntir eftir að nær dragi jólum og það fari að skýrast enn frekar hvort jólin verða hvít eða ekki. Samkvæmt spá TV2 VEJR frá í gær þá eru 25% líkur á að jólin verði hvít.

Til að jólin teljist hvít á landsvísu verður að vera að minnsta kosti 0,5 cm snjólag yfir 90% af landinu síðdegis á aðfangadag.

Það er ekki oft sem jólin eru hvít í Danmörku, það er að segja á landsvísu, en frá því að veðurathuganir hófust 1874 hefur það aðeins gerst tólf sinnum, síðast 2010.

Samkvæmt langtímaspám þá er ekki annað að sjá en jólin verði hvít og að kuldi verði viðvarandi. Ein bandarísk langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu aðfaranótt aðfangadags og gleður það eflaust marga að eiga jafnvel von á að vakna upp við hvíta jörð á aðfangadagsmorgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eftir aðeins 20 ár gætu stjörnurnar á himninum verið horfnar sjónum okkar

Eftir aðeins 20 ár gætu stjörnurnar á himninum verið horfnar sjónum okkar
Pressan
Í gær

Hjó föður sinn sextán sinnum í höfuðið og breytti honum í uppvakning – Peter var lifandi dauður

Hjó föður sinn sextán sinnum í höfuðið og breytti honum í uppvakning – Peter var lifandi dauður
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI skýrir frá leyniáætlun sem beindist gegn Elísabetu II

FBI skýrir frá leyniáætlun sem beindist gegn Elísabetu II
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrt af leigusala sínum eftir mygludeilu

Myrt af leigusala sínum eftir mygludeilu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint