fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Pressan

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edward Paisnel var viðbjóðslegri en nokkur hryllingsmynd. Hann vafraði um á næturnar með hryllilega grímu, hárkollu og í óhuganlegum jakka, þöktum ryðguðum nöglum.

Harðfullorðið fólk fékk martraðir til margra ára eftir að hafa litið hann augum svo það er vart hægt að ímynda sér skelfingu litlu barnanna sem hann braust inn til til að misþyrma kynferðislega á næturnar.

Gríman var úr leðri, bundin með nælonsnæri um háls Paisnel og klútur hélt skítugri og viðbjóðslegri hárkollunni þar ofan á. Paisnel var með leðurarmbönd, sem hann hafði sjálfur gert, og úr úr þeim stóðu einnig ryðgaðir naglar.

Hann var einfaldlega ólýsanlega viðbjóðslegur.

Búningur Paisnel

Paisnel ráfaði um Jersey, fjömennustu eyju Ermasunds með um 100 þúsund íbúa,  næturnar. Aðallega í leit að barnaherbergjum til að brjótast inn í til að nauðga börnum og unglingum. Hann var 22 ára árið 1957, þegar hann hóf að brjóta af sér, svo vitað sé til og átti eftir að valda skelfingu og skaða næstu fjórtán árin.

Sótti mest í börn

Paisnel hóf brotaferil sinn með því að ráðast á og nauðga konum sem voru einar á ferð seint á kvöldi. Fljótlega bætti hann við innbrotum. Í byrjun braust hann inn til kvenna sem bjuggu einar, ekki síst þeirra sem áttu sér heimili út fyrir bæinn, en brátt bætti hann í og braust inn hvar sem hann gat fundið fórnarlömb til að nauðga.

Hann nauðgaði konum á öllum aldri en mest af öllu sótti hann í börn, bæði drengi og stúlkur.

Armböndin sem níðingurinn skar fórnarlömb sín með

Sumum börnunum misþyrmdi hann í herbergjum þeirra, sum fór hann með út og enn önnur keyrði hann með á akra eða skóglendi fjarri bænum. Skyldi hann þau þar eftir eftir að hafa misþyrmt þeim.

Ein fimmtán stúlka sagði síðar að hann hefði haldið svo fast um andlit hennar að hún hefði ekki getað andað. Því næst setti hann reipi um háls hennar, herti að þar til nærri var liðið yfir hana og nauðgaði.

Jersey skrímslið

Það er vitað til þess að hann hafi skorið fórnarlömb sín með nöglunum á armböndunum og hvíslað að þeim á meðan að örin myndu alltaf minna þau á að hann væri raunverulegur – árásin hefði ekki verð martröð.

Öll lýstu fórnarlömbin manninum eins. Grímunni, hárkollunni og jakkanum og armböndunum með nöglunum. Svo og lyktinni en fnykurinn af Paisnel var viðbjóðslegur.

Ekki er vitað um nákvæman fjölda fórnarlamba Paisnel en þau voru í það minnsta þrettán.

Enginn vissi hver hann var en hann var kallaður ,,Jersey skrímslið”.

Alphonse Le Gastelois var lengi vel grunaður og þurfti að flýja eftir að kveikt var í húsi hans.

En aldrei fannst níðingurinn. Aftur á móti var verkamaður að nafni Alphonse Le Gastelois lengi vel grunaður. Sá var furðufugl, einfari sem oft klæddist síðum og skítum jakka, svipuðum þeim sem fórnarlömbin lýstu. Aftur á móti fundust aldrei sönnunargögn gegn honum.

Almenningur var hins vegar viss um sekt hans og eftir að kveikt var í húsi hans flúði Le Gastelois Jersey og bjó á lítilli eyju, La Marmotière, þar sem hann vann fyrir sér sem fiskimaður allt þar til hinn raunverulegi glæpamaður fannst og Le Gastlois gat loksins snúið heim.

Joan og Edward ásamt einu þeirra barna sem þau ættleiddu.

Á leið í kynlífspartí

Árið 1971 var framið morð á Jersey,

Paisnel var reyndar með öllu ótengdur því morði, en allt lögreglueftirlit var stóreflt á eyjunni. Meðal annars voru settar upp eftirlitsstöðvar og náðist Paisnel eftir að hafa ekið framhjá einni slíkri án þess að stoppa að kröfu lögreglu. Í farþegasætinu var gríman ógeðslega, sem svo mörg fórnarlömb höfðu lýst fyrir lögreglu, en Paisnel útskýrði að hann væri að fara í ,kynlífspartý“.

Heimili Paisnel hjónanna.. Þarf óhugnalegt leyniherbergi.

En lögreglan vissi betur enda búið að leita grímunnar, og eiganda hennar, í fjórtán ár. Í skottinu var þar að auki jakkinn og hárkollan svo og límband og reipi. Skítafýlan af Paisnal fannst einnig langar leiðir.

Joan, sléttri viku eftir að maður hennar var sakfelldur. Hana grunaði aldrei hvaða mann hann hefði að geyma.

Indæli jólasveinninn

Edward Paisnel var byggingaverkamaður, kvæntur konu að nafni Joan sem var afkvæmum barnelsk. Sjálf áttu þau ekki börn en Joan var sjálfboðaliði á munaðarleysingjahæli eyjunnar og tóku þau mörg hver barnanna inn og ættleiddu meira að segja nokkra munaðarleysingja.

Paisnel átti það sjálfur til að kíkja við á munaðarleysingjahælinu, börnin kölluðu hann frænda, hann færði þeim sælgæti og lék meðal annars alltaf jólasveininn á jólaskemmtunum heimilisins.

Paisnel flakkaði um eyjuna við störf sín til að halda uppi Joan og barnaskaranum en í leiðinni skráði hann hjá sér íbúa, sérstaklega börn, og tók myndir af húsunum til að auðvelda sér innbrotin.

Við húsleit á heimi Paisnel hjónanna fannst leyniherbergi að baki bókaskáps. Var þar að finna fjölda ljósmynda, bæði af heimilum og börnum, svo og einhverskonar altari með táknum tengdum djöflinum og hans árum.

Það tók kviðdóm aðeins hálftíma að dæma Edward Paisnel til 30 ára fangelsisvistar og lauk hann afplánun sinni árið 1991.

Hann lést af völdum hjartaáfalls árið 1994.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stjörnur hverfa hraðar en við héldum

Stjörnur hverfa hraðar en við héldum
Pressan
Í gær

Notaði ranga teskeið til að hræra í tebollanum – Það varð henni að bana

Notaði ranga teskeið til að hræra í tebollanum – Það varð henni að bana
Pressan
Í gær

Else áttaði sig ekki á verðmæti bókarinnar sem var í stofuhillunni hennar

Else áttaði sig ekki á verðmæti bókarinnar sem var í stofuhillunni hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sáu kúk utan úr geimnum og fundu þannig mörgæsanýlendu

Sáu kúk utan úr geimnum og fundu þannig mörgæsanýlendu