fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Afhjúpa hvernig Rússar beittu sögufölsun til að reyna að endurheimta njósnara sinn

Pressan
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússland beitti sögufölsun til að freista þess að fá njósnara sinn framseldan aftur til sín. Frá þessu er greint í umfangsmikilli rannsókn rannsóknarmiðilsins Bellingcat

Breski rannsóknarblaðamaðurinn og rithöfundurinn Elliot Higgins rekur rannsóknarmiðilinn Bellingcat. Sá miðill hefur birt fjölda rannsókna um stríðshrjáð svæði, mannréttindabrot og undirheima. Rússneski verðlauna rannsóknarblaðamaðurinn Christo Grozev birti í gær gífurlega áhugaverða úttekt sem sýnir hvernig rússnesk stjórnvöld endurskrifuðu áratugagamalt fíkniefnamál til að freista þess að fá njósnara sinn framseldan til sín frá Brasilíu.

Njósnari handtekinn í Brasilíu

Maður að nafni Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í São Paulo á Brasilíu á apríl á þessu ári með brasilískt vegabréf og var umsvifalaust handtekinn. Hollensk yfirvöld höfðu nefnilega tilkynnt hann sem rússneskan njósnara sem hafði reynt að svindla sér leið inn í alþjóðaglæpastólinn í Haag. Í reynd væri Victor þessi Rússi að nafni Sergey Cherkasov sem starfaði fyrir GRU leyniþjónustuna í Rússlandi.

Sergey var í kjölfarið dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að hafa aflað sér falsaðra skilríkja og reynt að misnota þau.

Núna freista Rússar þess að ná Sergey til baka. En ekki á þeim grunni að hann sé njósnari á þeirra vegum, heldur vegna þess að Sergey þessi sé eftirlýstur glæpamaður í Rússlandi sem hafi séð um heróín-smygl fyrir um áratug síðan.

Gögn sem koma ekki heim og saman

Til að sanna þetta framvísuðu rússnesk yfirvöld umfangsmiklum gögnum þar sem meint glæpastarfsemi Sergeys var tíunduð. Hins vegar rekur Bellingcat í rannsókn sinni að þessi gögn standist enga skoðun. Sergey hafi á þeim tíma sem hann á að hafa verið að stunda glæpastarfsemi í Rússlandi ekki einu sinni staddur í landinu og eins sé misræmi í skjalinu sjálfu.

Af rannsókn miðilsins var ekki betur séð en að Sergey hafi hreinlega ekkert verið viðriðinn þetta glæpamál fyrr en á þessu ári og aldrei eftirlýstur vegna þess og líklegt þykir að gamalt fíkniefnamál – sem var vissulega raunverulegt mál á sínum tíma – hafi verið dregið upp úr skúffunni og nafni Sergey fléttað þar inn til að reyna að búa til sönnunargögn sem gætu orðið grundvöllur þess að Sergey yrði framseldur.

Þessu til stuðnings hafði Bellingcat samband við verjendur sakborninga í raunverulega sakamálinu sem aldrei höfðu heyrt Sergey nefndan á nafn og eins kom á daginn að Sergey hafði á, þeim tíma sem hann átti að vera djúpt sokkinn í heróínsmyglið, verið að vinna á ferðaskrifstofu í Brasilíu. Eins hafði Sergey ferðast oft og mörgum sinnum til Rússlands og innan Rússlands á þeim árum sem hann átti að hafa verið eftirlýstur – algjörlega óhindraður og að því er virtist með engar áhyggjur af því að vera handtekinn.

Jafnvel beiðnin frá Interpol um alþjóðlega handtökuskipun er dagsett í júní á þessu ári.

Ekki í fyrsta sinn sem aðferðin er notuð

Samkvæmt Bellingcat er þetta ekki í fyrsta sinn sem rússar nota framsalsbeiðni til að reyna að endurheimta njósnara sem upp hefur komist um.

Í Tyrklandi árið 2017 hafi maður verið í haldi sem frönsk yfirvöld vildu fá framseldan til sín vegna gruns um að hann ætti þátt í því að hafa myrt rússneska uppljóstrarann Alexander Pereplichny árið 2012. Varla var framsalsbeiðnin fram komin þegar Rússar lögðu fram sína eigin og sögðu að umræddur maður væri eftirlýstur í Rússlandi fyrir tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Tyrkland afhenti svo manninn Rússum í fangaskiptum. Var þá talið að umræddur maður héti Valid Lurakhmaev. En Bellingcat hafði þó í annarri rannsókn sinni afhjúpað að Valid væri í rauninni leynimorðingi í þjónustu leyniþjónustunnar rússnesku FSB og héti í raun Alexander Fedin.

Umfangsmikla rannsókn Bellingcat má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður