BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að stytturnar séu af Hygieia, Apollo og öðrum rómverskum guðum. Talið er að þær séu allt að 2300 ára gamlar.
Stytturnar fundust í rústum forns baðhúss. Þar voru einnig um 6.000 brons-, silfur- og gullmyntir.
Jacopo Tabolli, aðjúnkt við University of Foreigners í Siena, telur að þess fundur geti orðið til þess að endurskrifa þurfi söguna því stytturnar séu frá tíma þar sem miklar breytingar áttu sér stað í Toscana.
Hann sagði að líklega hafi styttunum verið komið fyrir undir baðhúsinu í tengslum við helgisiði.