fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Ákærð fyrir að hafa myrt íbúa á dvalarheimili og að hafa reynt að myrða þrjá aðra

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 21:00

Heilbrigðisstarfsfólk er sem betur fer almennt ekki að myrða sjúklingana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, sem er nú fyrrverandi starfsmaður á Tirsdalen dvalarheimilinu í Randers, hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt einn íbúa dvalarheimilisins og fyrir að hafa reynt að myrða þrjá til viðbótar. Þetta reyndi konan sjö sinnum að því er saksóknari heldur fram í ákærunni. Er konan sögð hafa gefið fólkinu röng og hættuleg lyf.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að í fréttatilkynningu frá lögreglunni sé haft eftir Jesper Rubow, saksóknara, að ákæran sé gefin út á grunni þeirra gagna sem lögreglan hefur aflað.

Konan hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan 14. mars á þessu ári en þá var hún handtekin. Hún neitar sök.

Auk fyrrgreindra ákæruatriða er konan ákærð fyrir að hafa stolið lyfjum frá fjölda íbúa á dvalarheimilinu.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að konan sé ákærð fyrir að hafa gefið einum íbúanna lyfseðilsskylt lyf sem varð viðkomandi að bana. Þetta gerðist 26. febrúar á þessu ári. Morðtilraunirnar áttu sér stað í byrjun mars að því er segir í ákærunni.

Í dómabók, frá því þegar gæsluvarðhaldskrafa yfir konunni var tekin fyrir, kemur fram að konan hafi verið eini starfsmaðurinn sem var á vakt daginn áður en fólkið veiktist og lést í einu tilfelli.

Auk þess sýna gögn að hún fór inn í lyfjaherbergi dvalarheimilisins þrátt fyrir að hún hefði ekki heimild til að gefa lyf. Hún sagði í yfirheyrslu að hún vissi mikið um lyf. Í dómabókinni kemur fram að heima hjá konunni hafi fundist lyf og lyfjaumbúðir sem tengjast málinu. Einnig fundust lyf, ætluð öðrum íbúum dvalarheimilisins, á heimili hennar.

Réttarhöldin fara fram í janúar og febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta