fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Fyrst rak Musk helming starfsfólks Twitter – Síðan reyndi hann að sannfæra fólk um að halda áfram – Nú er hann búinn að læsa það úti

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 06:38

Elon Musk ræður ríkjum hjá Twitter. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega eftir að Elon Musk keypti Twitter rak hann um helming starfsfólks samfélagsmiðilsins vinsæla og boðaði ýmsar breytingar. En starfsfólkið, sem ekki var sagt upp, er ekki sátt og í gær sögðu mörg hundruð þeirra upp störfum að sögn The New York Times.

Musk er sagður hafa fundað að undanförnu með mörgu starfsfólki að undanförnu, starfsfólki sem hann telur „mjög mikilvægt“. Hefur nánasta samstarfsfólk hans tekið þátt í þessum viðræðum sem miða að því að reyna að koma í veg fyrir að starfsfólkið yfirgefi Twitter.

Musk hefur sagt starfsfólkinu að það verði að leggja mjög hart að sér til að ná árangri og til að Twitter nái árangri.

Í nótt skýrði BBC síðan frá því að Musk hafi nú lokað skrifstofum Twitter þar til á mánudaginn. Fær starfsfólkið ekki að mæta á skrifstofur sínar fyrr en þá. Segir BBC að engin ástæða hafi verið gefin fyrir þessu en tilkynnt var um lokunina eftir uppsagnir starfsfólksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið