fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Móðir gekk berserksgang í miðju flugi – „Ég mun fokking drepa þig“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 14. nóvember 2022 19:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bálreið móðir réðst á flugfreyjur og hótaði þeim lífláti í flugi með United Airlines frá San Francisco til Chicago í gær. Aðrir farþegar í fluginu náðu atvikinu á myndbönd og hafa birt þau á samfélagsmiðlum.

Málið hófst þegar móðirin öskraði yfir flugvélina og sagði að barnið sitt þyrfti að æla. Í kjölfarið stóð hún upp og öskraði „hvar er það?“ á flugfreyjurnar sem sögðu henni að setjast aftur í sætið sitt. „Við erum að lenda,“ segir ein flugfreyjan við hana en þá veittist móðirin að flugfreyjunni og setti hönd sína á háls hennar. „Ég mun drepa þig. Ég mun fokking drepa þig,“ heyrist hún segja við flugfreyjuna í myndbandinu en á meðan er barnið hennar grátandi.

Móðirin lét sér þó ekki segjast og hélt áfram að valda usla í flugvélinni. Farþegi sem deildi myndbandi af atvikinu á TikTok segir að á meðan þessu stóð hafi móðirin látið út úr sér alls kyns bull. „Jesús kristur, frelsari okkar, var að fara að bjarga okkur,“ segir farþeginn að hún hafi meðal annars sagt.

@emily_jeannn Just had an interesting flight home. #united #candycrush10 #sanfrancisco #chicago ♬ original sound – Emily

Þegar flugvélin lenti loksins mætti lögreglan á svæðið og fylgdi mæðginunum úr vélinni. Talsmaður United Airlines hefur gefið út að ein flugfreyjan hafi þurft að fara í skoðun á sjúkrahúsi eftir atvikið. „Við erum þakklát starfsfólkinu okkar fyrir að hafa brugðist vel við þessum erfiðu aðstæðum og setja öryggi sitt og farþeganna í fyrsta sæti,“ er haft eftir talsmanninum í frétt Daily Star um málið.

Þá staðfesti Steve Rusanov, lögreglumaður í Chicago, að þrjú sem voru í flugvélinni hafi verið flutt á sjúkrahús eftir lendingu. Ekkert þeirra var þó alvarlega slasað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu