fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Bragðið af grænkáli fær ófædd börn til að gretta sig

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. október 2022 21:00

Ekki var barnið hrifið af grænkálinu. Mynd:FETAP (Fetal Taste Preferences) Study/Fetal and Neonatal Research Lab/Durham University

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert lítt hrifin(n) af grænkáli og grettir þig þegar þú borðar það, þá ertu ekki ein(n) um það. Vísindamenn hafa komist að því að börn, sem eru í móðurkviði, eru ekki mjög hrifin af því og gretta sig þegar mæður þeirra borða það.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að fyrri rannsóknir hafi sýnt að val okkar á hvað mat okkur líkar við og hvað okkur líkar ekki við mótist hugsanlega af mataræði móður okkar. Í nýju rannsókninni skoðuðu vísindamenn viðbrögð ófæddra barna við mismunandi brögðum.

Nadja Reissland, meðhöfundur rannsóknarinnar og prófessor við Durham háskóla, sagði að í fyrri rannsóknum hafi verið rannsakað hvað gerðist eftir fæðingu en nú hafi svipbrigði fóstra verið skoðuð þegar mæður þeirra borðuðu eitthvað beiskt eða óbeiskt.

Í grein vísindamannanna, sem hefur verið birt í vísindaritinu Psychological Science, kemur fram að þeir hafi tekið eftir því að bragð af matnum, sem mæðurnar borðuðu, hafi verið í líknarbelgnum. Bragðlaukar finna bragðtengd efni frá fjórtándu viku meðgöngu og lyktarskynið virkar frá sjöttu viku meðgöngu.

Vísindamennirnir skoðuðu myndir úr ómskoðun um 70 barnshafandi kvenna á aldrinum 18 til 40 ára. Þær eru allar frá norðausturhluta Englands og var þeim skipt í tvo hópa. Annar hópurinn var beðinn um að taka eina dufttöflu af grænkáli 20 mínútum fyrir ómskoðun en hinn eina dufttöflu af gulrót.

Vísindamennirnir skoðuðu einnig myndir úr ómskoðun 30 kvenna sem fengu engar töflur.

Konurnar voru beðnar um að innbyrða ekkert annað en töflurnar síðustu klukkustundina fyrir ómskoðunina.

Meðal þess sem sást á myndunum var að fóstrin sýndu grátsvip um tvisvar sinnum oftar þegar mæður þeirra innbyrtu kálduftið en gulrótarduftið eða ekkert. Þegar mæðurnar innbyrtu gulrótarduft var eins og fóstrin sýndu af sér hláturssvip tvisvar sinnum oftar en þegar mæðurnar innbyrtu kálduft eða ekkert.

Benoist Schall, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við the Guardian að það hafi komið á óvart hversu skýr niðurstaða rannsóknarinnar var. Mæðurnar hafi ekki verið búnar að ljúka máltíðum sínum þegar fóstrin vissu, eða gátu, skynjað hvað þær höfðu borðað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“