fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Ný kenning Kínverja um kórónuveiruna – Kemur harkalega niður á póststarfsmönnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 06:51

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld reyna nú að berja útbreiðslu Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar niður í landinu. Þau hafa nú gripið til ansi óvenjulegra aðgerða í því skyni og er óhætt að segja að póststarfsmenn finni fyrir þeim.

Framvegis verður að sótthreinsa öll bréf og pakka sem berast til Kína frá útlöndum. Auk þess hvetur kínverska póstþjónustan landsmenn til að vera ekki að panta neitt frá útlöndum. Ástæðan er að yfirvöld segja að póstsendingar frá útlöndum séu ein af hugsanlegum orsökum nýlegra smita af völdum Ómíkron í landinu. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Nú er barist við fjölda minniháttar faraldra í landinu, þar á meðal í Peking en þar fara vetrarólympíuleikarnir fram í febrúar. Það liggur því á að berja þessa litlu faraldra niður og ná að koma í veg fyrir að útbreiðsla Ómíkron verði enn meiri. Í gær greindust 127 smit í Kína.

Á síðustu dögum hafa embættismenn sagt að í sumu tilfellum sé hugsanlegt að fólk hafi smitast af pökkum eða bréfum sem bárust frá útlöndum. Þeirra á meðal er kona í Peking sem greindist með afbrigði, sem er þekkt í Norður-Ameríku, en hafði ekki verið nærri neinum smituðum.

Í gær var starfsfólki póstþjónustunnar fyrirskipað að sótthreinsa alla pakka og bréf sem berast til landsins. Einnig eiga þeir sem starfa við flokkun á pósti frá útlöndum að láta bólusetja sig aftur gegn kórónuveirunni.

Einnig á að halda innlendum og erlendum pósti algjörlega aðskildum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig