fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Pressan

Auknar njósnir erlendra ríkja í Danmörku – Kína og Rússland nefnd sérstaklega til sögunnar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. janúar 2022 13:00

Mörg erlend ríki stunda njósnir í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu leyniþjónustu dönsku lögreglunnar, PET, um þá ógn sem Dönum stafar af njósnum kemur fram að hún fari vaxandi og að það séu aðallega Kínverjar og Rússar sem eigi hlut að máli.

Í skýrslunni kemur fram að sú ógn sem Dönum stafi af njósnum erlendra ríkja hafi aukist mjög á síðustu árum og að landið sé „aðlaðandi“ í augum ríkja á borð við Kína og Rússlands.  Njósnarar erlendra ríkja eru sagðir hafa stundað „virkar njósnir“ gegn Danmörku, Færeyjum og Grænlandi. Þetta hefur orðið til þess að PET hefur lagt meiri áherslu á gagnnjósnir en áður.

PET segir að þessi ógn sé raunveruleg og viðvarandi. Hér sé um njósnir að ræða, reynt sé að hafa áhrif á fólk, það sé áreitt og reynt sé að komast yfir vörur, tækni og þekkingu á ólögmætan hátt. Einnig séu dæmi um morðtilraunir.

Markmið hinna erlendu ríkja er aðallega að styrkja eigin pólitíska, hernaðarlega og efnahagslega stöðu. Annað hvort með því að verða sér úti um mikilvægar upplýsingar eða með því að hafa áhrif á stjórnmálamenn og almenning. Auk Kína og Rússlands eru Íranir sagðir virkir á þessu svið og að önnur ríki láti einnig að sér kveða en þó í minni mæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins
Pressan
Fyrir 1 viku

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað
Pressan
Fyrir 1 viku

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu