fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Pressan
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku skellti hinn fertugi Zane Wedding sér í sund en fékk óvæntan laumufarþega í kaupbæti – kakkalakka sem hafði borað sig inn í vinstra eyra hans og dvaldi þar í þrjá daga.

Wedding, sem er af maórísku bergi brotinn og starfar fyrir Greenpeace, stakk sér til sunds í sundlaug í Auckland í Nýja Sjálandi en svo virðist sem að skordýrið hafi náð að synda upp í eyra hans í lauginni. Þegar Wedding var komin heim eftir sundferðina upplifði hann viðvarandi hellu  fyrir öðru eyranu. Hann hafði þó ekki mjög miklar áhyggjur af stöðu mála, setti nokkra eyrnadropa í eyrað og sofnaði síðar í sófanum þetta kvöld.

„Daginn eftir var ég enn með hellu fyrir eyranu og því fór ég beint til læknis. Þetta var svo pirrandi tilfinning að ég beið fyrir utan stofu læknisins þar til hún opnaði,“ er haft eftir Wedding í frétt CNN.

Ekki fann læknirinn neitt út úr vandræðum hvalavinarins og gaf honum þau ráð að reyna að þurrka inn úr eyranu með hárblásara.
Wedding fann á sér að eitthvað var ekki í lagi. Hann fann fyrir svima þegar hann gekk og upplifði tilfinningu eins og vatn væri að gutla við hljóðhimnuna. Hann reyndi ýmislegt til þess að leysa vandamálið, auk hárþurrkunnar freistaði hann þess að hoppa um á einum fæti, tyggja jórturleður og fara út að hlaupa – en ekkert gekk.
Tveimur sólarhringum síðar, þegar vandamálið var bara að versna, fór Wedding loks til háls-, nef- og eyrnalæknis. Sá leit inn í eyra Weddings og sagði setningu sem líklega fæstir vilja heyra. „Guð minn góður, ég held að það sé skordýr í eyranu.“
Þá þyrmdi yfir Wedding sem áttaði sig á því að öll óþægindin sem hann hafði upplifað síðustu daga voru þegar kakkalakkinn var að hreyfa sig í eyra hans. „Ég hugsaði strax til þess að ég hafði verið blása heitu lofti með hárblásara upp í eyrað og verið að steikja kakkalakkann í leiðinni. Mér varð flökurt,“ segir í frétt CNN.
Hann upplifði mikinn létti þegar læknirinn dró kakkalakkann út úr eyranu nokkrum mínútum síðar. „Um leið og ég heyrði af skordýrinu þá small allt saman. Þess vegna upplifði ég vatn á hreyfingu jafnvel þegar ég lá kyrr. Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“