fbpx
Laugardagur 29.janúar 2022
Pressan

Fjögurra ára stúlka hringdi í föður sinn – „Mamma sefur og ég get ekki vakið hana“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 05:50

Beckka Hull og Miley. Mynd:Rachel Hull

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. janúar dundi ógæfan yfir á heimili Beckka Hull og fjögurra ára dóttur hennar, Miley, í Cardiff í Wales. Miley kom að móður sinni um morguninn og hélt að hún svæfi mjög fast því hún gat ekki vakið hana. Hún fann síma móður sinnar og hringdi í föður sinn, Ethan, og sagði: „Pabbi, mamma sefur og ég get ekki vakið hana.“

WalesOnline segir að þegar Ethan hafði áttað sig á hvað Miley var að segja hafi hann flýtt sér heim til mæðgnanna ásamt unnustu sinni. Á leiðinni hringdu þau í neyðarlínuna.

Þegar þau komu á vettvang veittu þau Beckka, sem var 23 ára, strax skyndihjálp en þeim tókst ekki að koma lífi í hana. Það tókst sjúkraflutningamönnum heldur ekki. Ljóst var að Beckka hafði látist töluvert áður en hún fannst. Talið er að hún hafi fengið flogakast og látist af þeim völdum en hún var flogaveikisjúklingur.

„Þetta er hræðilegt. Og það er hræðilegt að hugsa til þess að fjögurra ára barnabarnið mitt hafi þurft að hringja í föður sinn til að láta vita. Hann reyndi að bjarga henni en gat það ekki. Þetta er hræðilegt,“ sagði Rachael Hull, móðir Beckka. Hún sagðist telja líklegt að flogaveikikast hafi orðið Beckka að bana því hún hafi ekki fengið lyfin sín send heim þessa helgi og það sama hafi verið uppi á teningnum helgina áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Tryggja kaupir Consello
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvænt niðurstaða norskrar rannsóknar – Kórónuveiran var hugsanlega til staðar í Noregi 2019

Óvænt niðurstaða norskrar rannsóknar – Kórónuveiran var hugsanlega til staðar í Noregi 2019
Pressan
Fyrir 2 dögum

WHO fylgist vel með – Nýtt afbrigði af Ómíkron sækir í sig veðrið

WHO fylgist vel með – Nýtt afbrigði af Ómíkron sækir í sig veðrið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana í Norsborg

Skotinn til bana í Norsborg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Presturinn átti sér leyndarmál í kjallaranum

Presturinn átti sér leyndarmál í kjallaranum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur prestur fær reynslulausn – Dæmdur fyrir aðild að morði

Sænskur prestur fær reynslulausn – Dæmdur fyrir aðild að morði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skotárás í þýskum háskóla – Fjölmargir særðir

Skotárás í þýskum háskóla – Fjölmargir særðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn