fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Segir að Elísabet drottning hafi verið ánægð með fjarveru Meghan

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 06:07

Meghan Markle ásamt Elísabetu II þegar allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Phillip prins, eiginmaður Elísabetar II drottningar, var jarðsettur í apríl á síðasta ári var Meghan Markle, eiginkona Harry prins, ekki viðstödd. Þetta var mikill léttir fyrir drottninguna.

Þetta segir Tom Bower, rithöfundur, í nýrri bók sinni um Meghan, Harry og konungsfjölskylduna og deilur þeirra. Bókin heitir: „Revenge: Meghan, Harry and the war between the Windsors”.

„Guði sé lof að Meghan kemur ekki,“ er drottningin sögð hafa sagt. Dagbladet skýrir frá þessu.

Hin opinbera ástæða fyrir fjarveru Meghan var að hún var gengin sjö mánuði með dóttur þeirra Harry. Harry var viðstaddur útförina. Hann stoppaði aðeins í viku í Bretlandi og vakti það mikla athygli því hann fór heim daginn áður en amma hans, Elísabet II, átti afmæli.

Harry og Meghan dróu sig í hlé í byrjun árs 2020 frá konungsfjölskyldunni og hættu að sinna skyldustörfum fyrir hana. Þau fluttu til Los Angeles og hafa búið þar síðan.

Harry var alltaf mjög vinsæll meðal bresku þjóðarinnar en í kjölfar flutnings hjónanna til Bandaríkjanna breyttist skoðun margra á honum mjög og telja margir hann nú vera helminginn af snobbuðu, bandarísku raunveruleikapari sem gerir út á að vera hluti af bresku konungsfjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Í gær

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 2 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða