fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Kynþáttahatarar veittust að syni Harry og Meghan – „Andstyggð sem ætti að gera út af við“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 05:51

Meghan og Harry með Archie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvítir kynþáttahatarar réðust á Archie, son Harry prins og Meghan, í „hryðjuverka hlaðvarpi“. Archie var skotmark þeirra því hann er af blönduðum kynþætti, Harry er hvítur en Meghan svört. Kynþáttahatararnir sögðu meðal annars að Archie sé „andstyggð sem ætti að gera út af við“.

Málið er nú fyrir dómi en þeir Christopher Gibbons, 38 ára, og Tyrone Pattern-Walsh, 34 ára, eru ákærðir fyrir fyrir ummæli sem þeir létu falla í hlaðvarpi sem þeir stóðu fyrir. The Sun skýrir frá þessu.

Gibbons sagði að Archie, sem er þriggja ára, sé „andstyggð sem ætti að gera út af við“. Þeir félagar hvöttu einnig til þess að Harry yrði „saksóttur“ og „löglega tekinn af lífi fyrir landráð“ fyrir að vera kvæntur Meghan.

Þeir félagar eru sagðir hata sambönd fólks af ólíkum kynþáttum og hafi notað hjónaband Harry og Meghan sem dæmi í umræðu um þau efni í hlaðvarpinu „Black Wolf Radio“ sem þeir stóðu fyrir.

Þeir neita að hafa hvatt til hryðjuverka öfgahægrimanna í hlaðvarpinu á tímabilinu frá mars 2019 til febrúar 2020. Gibbons neitar einnig að hafa dreift hryðjuverkaefni með því að birta myndbönd á netinu.

Saksóknari sagði fyrir dómi í gær að þeir félagar séu báðir „sanntrúaðir og staðfastir hvítir kynþáttahatarar, sem „aðhyllist öfgahægriskoðanir“.  Þeir hafi talið að með því að láta ummælin falla í hlaðvarpi, sem er í formi útvarpssendinga, gætu þeir nýtt sér tjáningarfrelsið. Þeir hafi hins vegar nýtt hlaðvarpið til að hvetja aðra öfgahægrimenn til að fremja hryðjuverk gegn þeim hlutum samfélagsins sem þeir tveir hata.

Í 23 þáttum af hlaðvarpi þeirra félaga lofsömuðu þeir fjöldamorð Brenton Tarrant í Christchurch á Nýja-Sjálandi 2019 en þá myrti hann 51 í tveimur moskum. Þeir fögnuðu einnig morðinu á Jo Cox, þingkonu, 2016. Þeir ræddu einnig um sprengjutilræðið í Manchester Arena 2017, þar sem 22 létust, og sögðu fórnarlömbin hafa verið „druslur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?