fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Kynþáttahatarar veittust að syni Harry og Meghan – „Andstyggð sem ætti að gera út af við“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 05:51

Meghan og Harry með Archie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvítir kynþáttahatarar réðust á Archie, son Harry prins og Meghan, í „hryðjuverka hlaðvarpi“. Archie var skotmark þeirra því hann er af blönduðum kynþætti, Harry er hvítur en Meghan svört. Kynþáttahatararnir sögðu meðal annars að Archie sé „andstyggð sem ætti að gera út af við“.

Málið er nú fyrir dómi en þeir Christopher Gibbons, 38 ára, og Tyrone Pattern-Walsh, 34 ára, eru ákærðir fyrir fyrir ummæli sem þeir létu falla í hlaðvarpi sem þeir stóðu fyrir. The Sun skýrir frá þessu.

Gibbons sagði að Archie, sem er þriggja ára, sé „andstyggð sem ætti að gera út af við“. Þeir félagar hvöttu einnig til þess að Harry yrði „saksóttur“ og „löglega tekinn af lífi fyrir landráð“ fyrir að vera kvæntur Meghan.

Þeir félagar eru sagðir hata sambönd fólks af ólíkum kynþáttum og hafi notað hjónaband Harry og Meghan sem dæmi í umræðu um þau efni í hlaðvarpinu „Black Wolf Radio“ sem þeir stóðu fyrir.

Þeir neita að hafa hvatt til hryðjuverka öfgahægrimanna í hlaðvarpinu á tímabilinu frá mars 2019 til febrúar 2020. Gibbons neitar einnig að hafa dreift hryðjuverkaefni með því að birta myndbönd á netinu.

Saksóknari sagði fyrir dómi í gær að þeir félagar séu báðir „sanntrúaðir og staðfastir hvítir kynþáttahatarar, sem „aðhyllist öfgahægriskoðanir“.  Þeir hafi talið að með því að láta ummælin falla í hlaðvarpi, sem er í formi útvarpssendinga, gætu þeir nýtt sér tjáningarfrelsið. Þeir hafi hins vegar nýtt hlaðvarpið til að hvetja aðra öfgahægrimenn til að fremja hryðjuverk gegn þeim hlutum samfélagsins sem þeir tveir hata.

Í 23 þáttum af hlaðvarpi þeirra félaga lofsömuðu þeir fjöldamorð Brenton Tarrant í Christchurch á Nýja-Sjálandi 2019 en þá myrti hann 51 í tveimur moskum. Þeir fögnuðu einnig morðinu á Jo Cox, þingkonu, 2016. Þeir ræddu einnig um sprengjutilræðið í Manchester Arena 2017, þar sem 22 létust, og sögðu fórnarlömbin hafa verið „druslur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?