fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Fannst á fljótandi fleka fyrir átta árum – Nú á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi

Pressan
Miðvikudaginn 11. maí 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2016 fannst Nathan Carman fljótandi á fleka á sjónum skammt frá Nýja Englandi í Bandaríkjunum. Hann greindi frá því að hann hafi verið í siglingu með móður sinni, Lindu, þegar bátur þeirra sökk á aðeins fáeinum mínútum. Hann hafi reynt hvað hann gat að finna móður sína, en án árangurs.

Hann hafi séð móður sína í stýrishúsinu, síðan hafi hann gripið þrjá poka með mat, neyðarblysum og björgunarvestum. Þegar hann hafi litið við var móðir hans horfin.

„Það sem gerðist um borð í bátnum var hryllilegur harmleikur sem ég er enn að reyna að vinna úr og sætta mig við,“ sagði hann.

Móðir Nathans kom aldrei í leitirnar en Nathan var bjargað af flekanum viku síðar.

Ekki hafði fjölskyldan haft heppnina með sér á þessum tíma. Þremur árum áður en báturinn sökk var afi Nathans, John Chakalos skotinn til bana á heimili sínu.

En mögulega var hreinlega ekki um neina óheppni að ræða. Nathan hefur nú verið sakaður um að myrða móður sína um borð í bátnum árið 2016. Hann hefur einnig verið sakaður af fjölskyldumeðlimum um að hafa myrt afa sinn.

Hvers vegna?

Afi Nathan var ríkur. Nathan hefur þó neitað að hafa nokkuð með andlát afa síns að gera, en engu að síður kom á daginn árið 2014 að Nathan var seinasti maðurinn til að sjá afann á lífi og hafði þar að auki keypt riffil af sömu tegund og sá sem banaði afanum. Nathan var þó aldrei handtekinn.

Afinn arfleiddi fjórar dætur sínar að auðæfum sínum sem voru metin á rúmlega 5,5 milljarð. Þar með var móðir Nathans orðin vellrík.

Árið 2018 höfðuðu móðursystur Nathans mál gegn honum til að koma í veg fyrir að hann fengi greiddan út arfinn eftir móður sína. Í stefnu héldu þær því fram að hann hefði myrt afa sinn og mögulega móður sína líka.

Í ákærunni sem nú hefur verið gefin út segir að Nathan hafi myrt tvo fjölskyldumeðlimi í því skyni „að verða sér úti um peninga og eignir“ úr dánarbúi afa síns og öðrum sjóðum fjölskyldunnar. Hann er eins sakaður um að hafa reynt að svíkja pening út úr tryggingafélagi vegna bátsins sem sökk.

Þar kemur einnig fram að hann hafi erft nokkra fjárhæð eftir afa sinn en hafi á stuttum tíma náð að eyða honum öllum. Þegar peningarnir voru á þrotum hafi hann svo ákveðið að bjóða móður sinni í veiðiferð. Fyrir ferðina hafi Nathan átt við bátinn. Það hafi hann gert svo hann gæti sett slysið á svið.

Verði Nathan sakfelldur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum