Á mánudag héldu Rússar upp á „sigurdaginn“ svo nefnda til að fagna endalokum síðari heimsstyrjaldar. Dagurinn er mikil hátíð í Rússlandi, með skrúðgöngu og ávarpi forseta, Vladimírs Pútíns, svo dæmi séu tekin.
Þeir sem ætluðu að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu í snjallsjónvörpum brá þó í brún þar sem hakkarar á vegum Anonymous samtakanna höfðu brotist inn á valmyndina í snjallsjónvörpum, og sjónvarpinu á netinu, og birt þar kaldar kveðjur til Rússa í stað einstakra dagskrárliða.
„Þið hafið blóð þúsunda Úkraínumanna og hundruð barna á höndum ykkar,“ sagði í einum skilaboðunum. „Sjónvarpið og yfirvöld eru að ljúga. Segið nei við stríði,“ sagði í öðrum.
Þegar áhorfendur náðu svo að opna útsendingu frá hátíðarhöldunum heyrðu þeir Pútín forseta bera saman stríðið í Úkraínu og baráttu Sovíetríkjanna við Adolf Hitler.
Good Morning Moscow 🌻 Доброе утро Одесса ¯(ツ) ⁄ ¯ #SlavaUkraini 🇺🇦 pic.twitter.com/AEThMDZT69 https://t.co/4z6nWy41Ce
— Anonymous (@YourAnonNews) May 9, 2022
Hacked message on Russian TVs continues: "Television and the government is lying. No to war."
Every TV channel name changed to "Blood is on your hands." #RussianResistance pic.twitter.com/0l0mUuseBZ— Igor Sushko (@igorsushko) May 9, 2022
Eins réðust hakkararnir gegn myndbandamiðlinum Rutube, sem er rússneska útgáfan af YouTube. Rutube greindi frá því í yfirlýsingu að vefsíður rússneskra ráðuneyta hafi verið undir stöðugum árásum hakkara síðustu mánuði og nú hafi hakkararnir náð til RuTube. „Myndbandahýsing okkar hefur orðið fyrir kraftmikilli netárás. Sem stendur er ekki hægt að komast inn á miðilinn.“
RuTube voru þó fljótir að koma síðunni aftur í loftið og greindu frá því að hakkarar hafi ekki komist inn í gögn síðunnar. Hakkarahópurinn PuckArks sem kennir sig við Anonymous hefur gengist við ábyrgð á árásinni.
Rússnesk yfirvöld hafa greint frá því að opinberar vefsíður og síður ríkismiðla hafi orðið fyrir því „fordæmalausri bylgju netárása“ frá því að stríðið í Úkraínu hófst.
Einhverjir Rússar sem starfa við fjölmiðla virðast einnig hafa gripið til aðgerða til að mótmæla stríðinu. Greinar með fyrirsögnum þar sem innrásin er fordæmd birtust á rússnesku fréttasíðunni Lenta.ru snemma á mánudag. Allar greinarnar innihéldu fyrirvara þar sem sagði að greinin „væri ekki með samþykki ritstjórnar“ og að embætti forsetans Pútíns myndi refsa útgefanda fyrir birtinguna.
„Með öðrum orðum, takið skjáskot af þessu núna áður en þessu verður eytt.“
Greinarnar voru með fyrirsagnir á borð við „Vladimir Pútín er orðinn að aumkunarverðum og ofsóknarbrjáluðum einræðisherra“ og „Rússar yfirgefa lík hermanna sinna í Úkraínu“. Greinunum var fljótlega eytt, líkt og fyrirvarinn gerði ráð fyrir.
Þessar yfirlýsingar eru brot gegn hörðum lögum sem hefur verið komið á í Rússlandi þar sem bannað er að birta umfjallanir gegn rússneska hernum og aðgerðum þeirra í Úkraínu. Baráttufólk fyrir tjáningarfrelsi hefur sagt að þetta útspil rússneskra stjórnvalda sé til þess að stýra umræðunni um stríðið. Til að mynda er bannað að tala um stríð heldur verður að tala um „sérstakar hernaðaraðgerðir“.
Einn ritstjóri hjá Lenta, Yegor Polyakov, hefur tekið ábyrgð á mótmælunum og sagði að hann og kollegi hans, Alexandra Miroshnikova hafi meðvitað ákveðið að taka afstöðu gegn stríðinu.
„Þetta er ekki „hakk frá hökkurum“ heldur meðvituð ákvörðun okkar sem við tókum fyrir löngu en gátum ekki komið í verk með hraði (ég gef ekki út hvers vegna strax).“
Hakkarahópar á kenndir við Anonymous hafa undanfarið beint sjónum sínum, meðal annars, að fjármálafyrirtækinu Qiwi. Hópurinn Batallion 65 greindi frá því að hafa komist yfir rúmlega 10,5 terabæti af gögnum sem þeir höfðu dulkóðað og sagt Qiwi að greiða lausnargjald fyrir. Ellegar verði bankaupplýsingar viðskiptavina opinberaðar. Qiwi neitaði því að kerfi þeirra hefðu orðið fyrir árás og greiddu ekki gjaldið innan frests. Þar með birti Batallion 65 fyrsta skammt bankaupplýsinganna þar á meðal upplýsingar um 7,5 milljónir greiðslukorta viðskiptavina Qiwi.
#Anonymous courtesy of the beautiful @xxNB65 dumping 5 million cards from #Russias QiWi. QiWi is a #Russian payment business with various areas of activity, including a bank, an e-wallet, kiosks and a logistics arm. Your entire data base has been leaked #Ukraine #RussianShameDay https://t.co/0iuBH7bJO9
— ❌🕊🏴☠️PuckArks 🏴☠️🕊❌ (@PucksReturn) May 9, 2022
Aftur var Qiwi gefinn frestur, sem fyrirtækið virti ekki. Þá var næsti skammtur birtur. Hópurinn hefur gefið út að ef Qiwi greiði lausnargjaldið verði peningurinn sendur til Úkraínu.
Þetta er aðeins brot af þeim aðgerðum sem hakkararnir hafa staðið fyrir undanfarnar vikur. Hakkarahópar hafa greint frá því að hafa brotist inn í samskiptakerfi rússneska hersins, ráðist inn á svarta markað rússa á huldunetinu (e. darkweb), og staðið fyrir því að fleiri tugir milljóna smáskilaboða og tölvupósta hafa verið sendir á Rússa af handavali.