fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Telja að hik eða andstaða við bólusetningu geti verið afleiðing áfalla í æsku

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. febrúar 2022 12:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk er hikandi við að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni eða vill það alls ekki er hugsanlegt að þessi afstaða tengist áföllum í æsku. Þetta gætu til dæmis verið skilnaður foreldra, vanræksla eða andlegt eða líkamlegt ofbeldi, þar á meðal kynferðislegt ofbeldi.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í BMJ Open. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þeir sem verða fyrir áföllum í æsku eru minnst líklegir til að treysta opinberum upplýsingum um kórónuveiruna, fylgja sóttvarnaaðgerðum eða nota andlitsgrímur.

Rannsóknin er bresk og var fjármögnuð af heilbrigðisyfirvöldum í Wales. 2.285 manns, 18 ára og eldri, frá Wales tóku þátt í rannsókninni sem var gerð á árunum 2020 og 2021. Fólkið var spurt út í níu mismunandi erfiðar upplifanir/áföll í æsku og hvort það treysti upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum. Fólkið var einnig spurt hvort það styddi félagsforðun og notkun andlitsgríma, hvort það bryti sóttvarnareglur og væri efins um bólusetningar gegn veirunni.

Hvað varðar þær erfiðu upplifanir í æsku sem fólkið var spurt út í þá voru það meðal annars vanræksla, andlegt og líkamlegt ofbeldi, kynferðisofbeldi, misnotkun áfengis og/eða fíkniefna, skilnaður foreldra og andleg veikindi foreldra.

Þrátt fyrir að Bretum hafi verið boðið upp á ókeypis bólusetningu gegn veirunni hafa 9% þjóðarinnar ekki látið bólusetja sig.

Helmingur þátttakendanna hafði ekki orðið fyrir neinum áföllum í æsku, 20% höfðu lent í einu eða fleiri, einn af hverjum sex sagðist hafa lent í tveimur eða þremur og einn af hverjum tíu sagðist hafa lent í fjórum eða fleiri.

Niðurstöðurnar sýna að þeim mun fleiri áföllum sem fólk hafði lent í í æsku, þeim mun líklegra var það til að vantreysta upplýsingum heilbrigðisyfirvalda um kórónuveirufaraldurinn og til að finnast yfirvöld setja ósanngjarnar takmarkanir á samfélagið. Þessi hópur var einnig líklegri til að vera andsnúin notkun andlitsgríma.

Þeir sem höfðu orðið fyrir fjórum eða fleiri áföllum í æsku voru tvisvar sinnum líklegri til að brjóta sóttvarnareglur en þeir sem höfðu ekki orðið fyrir neinum áföllum. Hjá þessum hóp var hik við að láta bólusetja sig þrisvar sinnum hærra en hjá þeim sem ekki höfðu orðið fyrir neinu áfalli í æsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm