fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

„Hvað er að Dönum?“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 07:00

Svona leit frétt Bild út í gær. Skjáskot/Bild

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað er að Dönum?“ Margir spyrja sig eflaust þessarar spurningar eftir tilkynningu Mette Frederiksen, forsætisráðherra, í gær um að Danir muni fella allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar úr gildi frá og með mánaðamótum. Danmörk verður því fyrsta Evrópuríkið til að fella allar sóttvarnaaðgerðir úr gildi.

Tilkynning Frederiksen hefur vakið mikla athygli víða og fjölluðu fjölmiðlar í mörgum ríkjum um málið í gær. Þýska götublaðið Bild fjallaði um málið í gær undir fyrirsögninni: „Was ist denn dänen los?“ (Hvað er að Dönum?).

Blaðið bendir á að smittölurnar séu hærri en nokkru sinni áður en samt sem áður eigi að aflétta sóttvarnaaðgerðum. Blaðið vitnar í viðtal Ritzau við Eskild Petersen, prófessor emeritus í smitsjúkdómafræði við Árósaháskóla, fyrr í vikunni en þá sagði hann að Danir væru „svo nærri markinu að það væri rangt að sleppa öllu lausu nú.“

Nú greinast á milli 40.000 og 50.000 smit daglega í Danmörku en innlögnum á sjúkrahús hefur ekki fjölgað og sjúklingum á gjörgæslu hefur fækkað mikið síðustu daga.

Sænska dagblaðið Expressen fjallar einnig um málið og bendir á að tilkynning Frederiksen komi sama dag og sænsk yfirvöld tilkynntu um framlengingu sóttvarnaaðgerða um tvær vikur. Blaðið segir að Danir hafi verið skrefi á undan Svíum frá upphafi heimsfaraldursins og gripið til miklu víðtækari sóttvarnaaðgerða. Með afléttingu þeirra nú séu þeir enn einu skrefi á undan Svíum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu