fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Segja YouTube vera stóra uppsprettu falsfrétta

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 13:30

Er YouTube stór uppspretta falsfrétta? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

YouTube gerir ekki nóg til að draga úr dreifingu falsfrétta. Þessi stóri samfélagsmiðill er mikil uppspretta lyga og falsfrétta um allan heim.

Þetta segir í bréfi sem áttatíu samtök, sem vinna að staðreyndakönnunum, hafa sent frá sér. Í bréfinu segir að á YouTube sé efni frá hópum á borð við Doctors for the Truth þar sem röngum upplýsingum sé dreift um heimsfaraldur kórónuveirunnar og myndbönd sem styðja þær lygar sem hafa komið frá Donald Trump og stuðningsmönnum hans um kosningasvindl í síðustu forsetakosningum.

Bréfið var sent til Susan Wojcicki, forstjóra YouTube. Í því segir að YouTube leyfi ósvífnum aðilum að nota miðilinn til að hafa áhrif á fólk og nýta sér það og til að skipuleggja og fjármagna starfsemi sína. YouTube sé „stór rás“ lyga.

YouTube er í eigu netrisans Google. Í bréfinu er fyrirtækið hvatt til að gera nauðsynlegar breytingar á starfsemi sinni til að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta og lyga á miðlinum. Til dæmis er það hvatt til að gera meira í baráttunni gegn lygum sem settar eru fram í myndböndum á öðrum tungumálum en ensku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum